Fjórðungsmót Austurlands Maggi Ben ráðinn framkvæmdarstjóri Fjórðungsmóts!

  • 1. júní 2023
  • Fréttir

Maggi Ben var vígður framkvæmdastjóri og klæddur með viðhöfn í gamla Freyfaxajakkann af framkvæmdanefndinni á miðvikudagskvöldið. Hér sést hann ásamt nefndinni, Honum á hægri hönd er Guðrún Agnarsdóttir formaður Freyfaxa og á hans vinstri hönd Brynja Rut Borgarsdóttir formaður framkvæmdanefndar.

Blásið er til sóknar fyrir Fjórðungsmót hestamanna á Austurlandi 2023.

Framkvæmdanefnd er stolt af því að kynna að gengið hefur verið frá samkomulagi við Magnús Benediktsson um að hann verði framkvæmdastjóri FM2023, sem fram fer í Stekkhólma á Fljótsdalshéraði dagana 6.-9. Júlí næstkomandi.

Magnús er flestum hestamönnum kunnur, og er reynslubolti í félagsstarfi og stórviðburðum í hestamennskunni, búsettur á Selfossi. Hann hefur um áraraðir séð um og framkvæmdastýrt viðburðum eins og Landsmóti Hestamanna, Fjórðungsmóti Vesturlands, stóðhestaveislunum, auk fjölda annarra verkefna sem hann hefur starfað að tengdum hestamennskunni og hestamannafélögunum í landinu.

Magnús hefur þegar hafið störf, og segist hann vera mjög spenntur að vinna með Austfirðingum að mótinu

“Þetta er þéttur hópur af fólki sem ég var að hitta hér fyrir austan, Greinilegt að það er mikil gleði og kraftur í Freyfaxafélögum sem halda mótið og ég sé að þetta verður fjör. Það er búið að gera flottta undirbúningsvinnu og ég sé fyrir mér þessa gleði og stemmingu sem getur myndast á svona mannamóti eins og Fjórðungsmótin eru, og erfitt er að skapa á hefðbundnari mótum.” segir Magnús. “Svo get ég bara ekki annað en minnst á það að veðrið hérna er á einhverju öðru leveli. Ef þetta heldur svona áfram þá vildi ég hvergi annars vera aðra helgina í júlí.

Fjórðungsmót Hestamanna á Austurlandi, FM23, fer fram í Stekkhólma dagana 6.-9. Júlí næstkomandi. Þar fer fram keppni í gæðingaflokkum í öllum aldursflokkum, í opnum flokki sem og áhugamannaflokkum, einnig verður boðið upp á keppni í töltgreinum og 100 metra skeiði. Einnig verður samhliða haldin opin kynbótasýning Fjórðungsmóts í samstarfi við RML, þar sem hægt er að skrá kynbótahross í sýningu af öllu landinu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar