MELGERÐISMELAR 2022

  • 9. ágúst 2022
  • Fréttir
Næstu helgi, 13. og 14. ágúst verður haldið á Melgerðismelum gæðingakeppni, töltkeppni og kappreiðar.
Um er að ræða gæðingakeppni A og B flokkur fullorðnir (sérstök forkeppni), B flokkur ungmenna-, unglinga-, og barnaflokkur. Tölt T3, 100m flugskeið og síðast en ekki síst kappreiðar úr startbásum.
Hvetjum við alla sem hafa gaman af því að fara hratt að taka þátt í kappreiðunum úr básunum þar sem notast verður við rafræna tímatöku. Í boði verða 150m og 250m skeið, 250m brokk og 250m stökk, svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Skráning á mótið fer fram gegnum www.sportfengur.com og líkur á miðnætti á miðvikudag. Ef einhver vandamál koma upp við skráningu vinsamlegast sendið athugsemdir á jonas.vigfusson@gmail.com.
Skráningargjöld eru:
A og B flokkur fullorðnir: 3.500 kr
B flokkur ungmenna: 3.500 kr
Unglingaflokkur: 2.000 kr
Barnaflokkur: 2.000 kr.
Allar Kappreiðar: 2.500 kr
Tölt T3: 3.500 kr.
Mótshaldarar áskilja sér rétt á að fella niður greinar ef næg þátttaka næst ekki.
Á laugardagskvöldið er svo ætlunin að vera með grill og góða stemningu í sveitinni. Nóg er svo af plássi fyrir hross og menn í beitarhólfum og tjaldsvæði.
Skorum á fólk að taka helgina frá, heyrst hefur að spáin á Costa del Melgerðismelar sé svakaleg og nóg pláss á tjaldsvæði og engin ástæða til annars en að eiga saman góða helgi.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar