Menntaráðstefnu LH lýkur með pallborðsumræðum

  • 29. september 2021
  • Fréttir
Pallborð með sérfræðingum með yfirgripsmikla reynslu og þekkingu

Eftir að fjórir aðalfyrirlesarar menntaráðstefnu LH hafa lokið fyrirlestrum sínum, verður fimmta kvöldið haldið 2. nóvember. Þá mun fara fram pallborðsumræða með þekktum sérfræðingum. Ræðumenn pallborðsins munu taka saman það sem þeim fannst mikilvægast úr fyrirlestrunum og svara síðan spurningum þátttakenda ráðstefnunnar.

Markmiðið pallborðsins var að vera með sérfræðinga með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu úr íþróttinni og menningu íslenska hestsins. Í hópnum eru fulltrúar frá fjórum löndum, mjög reyndir og farsælir þjálfarar, reiðkennarar, íþrótta- og kynbótadómari, landsliðsþjálfari, heimsmeistara, Íslandsmeistara, Norðurlandameistara, þýska meistara og Landsmótsmeistara en fyrst og fremst vel þekkt hestafólk.

Pallborðið er eftirfarandi:

Anton Páll Níelsson, mjög vinsæll og reynslumikill reiðkennari og var í mörg ár einn af aðalreiðkennurum Háskólans á Hólum. Þjálfari margra landsliða á stórmótum, farsæll knapi og ræktandi. Toni, eins og hann er kallaður, er með góða sýn á íslenska reiðmenningu jafnt sem klassíska og aðra reiðmenningu. Hann er í stöðugri leit að betri leiðum til kennslu og þjálfunar.

Árni Björn Pálsson, einn sigursælasti keppnis- og kynbótaknapi Íslands. Með fjöldan allann af meistaratitlum í íþróttakeppni, kynbótasýningum og gæðingakeppni. Hann er menntaður reiðkennari frá Hólaskóla, rekur stórt hesthús þar sem hver topphesturinn kemur fram á eftir öðrum. Hann er nú í efsta sæti heimslistans í Tölt T1.

Olil Amble er einn reyndasti þjálfarinn okkar, með langann og framúrskarandi keppnisferill þar á meðal heimsmeistaratitil, fjölmarga landsmeistaratitla í íþróttakeppni sem og gæðingakeppni og í ræktun. Hún var gæðingadómari, leiddi nefnd gæðingakeppnisdómara og tekur nú virkan þátt í að þróa gæðingafimina auk þess sem hún er hluti af íþróttanefnd FEIF. Olil er einn af bestu ræktendum í heimi og mætir alltaf með vel þjálfuð hross úr eigin ræktun.

Rune Svendsen er alþjóðlegur íþróttadómari, þjálfari, ræktandi og í mörg ár virkur keppnisknapi á alþjóðavettvangi. Hann hefur verið í mörgum nefndum FEIF og tekið virkan þátt í vinnu við að þróa íþróttina. Með reynslu af næstum öllum hlutverkum í íslenska hestaheiminum hefur hann sjaldgæfa 360° sýn á greinina. Með það bakvið eyrað að íþróttin verði að þróast á rétta hátt, er hann stöðugt að leita að því hvað sé rétt leið.

Silke Feuchthofen er einn þekktasti leiðbeinandi þjóðverja. Hún er 4. stigs leiðbeinandi, alþjóðlegur kynbótadómari jafnt sem íþróttadómari og hefur verið leiðtogi menntanefndar FEIF í mörg ár. Hún hefur verið virkur og mjög farsæll keppnisknapi, með tvö heimsmeistaratitla í farteskinu auk margra verðlauna og titla á landsvísu. Silke rekur annasama kennslu- og þjálfunar miðstöð en þú getur sagt að menntun sé hennar ástríða.

Telma Tómasson mun stýra pallborðsumræðum og við hlökkum öll til mjög hvetjandi og líflegrar umræðu!

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar