Mikið um að vera í hestamennskunni!

  • 15. febrúar 2020
  • Fréttir
Vetrar keppnistímabilið er á fullu þessar vikurnar og um land allt er keppt í hinum ýmsu keppnideildum og vetrarmótum

Framundan í næstu viku eru hinir ýmsu viðburðir víða um landið. Blaðamaður Eiðfaxa lagðist í rannsóknarvinnu og hér fyrir neðan má sjá dagskrá vikunnar sem framundan er.

Á morgun, sunnudag, fara fram vetrarleikar Spretts, Sleipnis, Sörla, Mána og Smára.

Suðurlandsdeildin er á dagskrá á þriðjudaginn þegar keppt er í fjórgangi. Sama kvöld er keppt í fimmgangi á Sauðárkróki í Skagfirsku mótaröðinni.

Miðvikudagskvöldið 19.febrúar er keppt í Meistaradeild KS og er keppnisgreinin Gæðingafimi. Sýnt verður frá keppninni beint á vef Eiðfaxa. Það verður spennandi að sjá knapa í deildinni takast á við þetta skemmtilega keppnisform. Sama kvöld fer fram járningafyrirlestur í Borgarnesi en fyrirlesari er Gunnar Halldórsson.

Fimmtudagskvöldið 20.febrúar er komið að öðru keppniskvöldinu í Equsana deildinni og er keppt í fimmgangi í þetta sinn.

Föstudagskvöldið 21.febrúar er keppt í Blue Lagoon mótaröðinni í Spretti, sem er keppni hugsuð fyrir yngri keppendur. Þá er Meistaradeild ungmenna í Fákaseli þar sem keppt er í fimmgangi. Sama kvöld fer Snæfellingamótaröðin fram í Stykkishólmi. Þá er keppt í fimmgangi í uppsveitadeildinni á Flúðum!

Laugardaginn 22.febrúar er Ístölt Austurlands, þar sem færustu hestar og knapar á austurlandi koma fram. Virkilega skemmtilegt mót sem hefur nú fest sig í sessi í mótadagskrá vetrarins. Sama dag verður þrígangsmót í Nesoddahöllinni í Búðardal og G.H. mótaröðin í Léttishöllinni á Akureyri. Þá eru vetrarleikar hjá Þyt á Hvammstanga og Fák í Víðdal.

 

16. febrúar
Vetrarleikar Spretts – Samskipahöllinni
Vetrarleikar Sleipnis – Brávöllum
Vetrarleikar Sörla – Kjóavöllum
Vetrarleikar Smára – Flúðum
Vetrarmót Mána – Mánahöllinni

18.febrúar

Suðurlandsdeildin – Fjórgangur – Rangárhöllin
Skagfirska mótaröðin – fimmgangur – Svaðastaðahöllin

19.febrúar

Meistaradeild KS – Gæðingafimi – Svaðastaðahöllin
Fyrirlestur um járningar – Borgarnesi

20.febrúar

Equsanadeidin – Fimmgangur – Samskipahöllin

21.febrúar

Uppsveitadeildin – Fimmgangur – Flúðum
Meistaradeild Ungmenna – Fimmgangur – Fákasel
Blue Lagoon Mótaröðin – Fimmgangur – Samskipahöllin
Snæfellinsmótaröðin – Stykkishólmi

22.febrúar

Ístölt Austurlands
Þrígangur og smali Glaðs – Nesoddahöllinni
Vetarleikar Þyts – Hvammstanga
Vetrarleikar Fáks – Víðdalnum Reykjavík
G.H. Mótaröðin 1.-2.flokkur fjórgangur – Léttshöll Akureyri

 

Við vinnslu fréttarinnar var stuðst við Mótaskrá LH.  Við biðjumst velvirðingar ef viðburði vantar í upptalninguna.

Endilega sendið okkur póst á eidfaxi@eidfaxi.is ef þið viljið koma upplýsingum um mótahald eða aðra viðburði á framfæri.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar