Mikil spenna fyrir vetrinum í Meistaradeild KS

  • 21. október 2020
  • Fréttir

Undirbúningur fyrir hinar allmörgu keppnisdeildir sem fram fara víðsvegar um landið er nú í fullum undirbúningi. Meistaradeild KS er ein af sterkari deildum landsins en þar er keppt bæði í einstaklings- og liðakeppni. Á síðasta ári var það lið Þúfna sem batt enda á sex ára sigurgöngu lið Hrímnis og Mette Mannseth sigraði í einstaklingskeppninni.

Það má búast við því að það verðir spenna í deildinni á komandi vetri og fullvíst að knapar hafi nú þegar hafið undirbúnin. Eiðfaxa hafa nú borist til eyrna þær dagsetningar sem eru áætlaðar fyrir komandi vetur. Enginn þarf að láta þessu skemmtilegu deild framhjá sér fara því snillingarnir og fagmennirnir í TindastólTV munu að öllum líkindum halda áfram að sýna frá öllum keppniskvöldunum.

Öll keppniskvöldin fara fram í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki að undanskilinni keppni í gæðingafimi sem fer fram í Léttishöllinni á Akureyri.

Dagskrá

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar