Myndband af sýningu Arneyjar

  • 16. júní 2023
  • Sjónvarp
Arney frá Ytra-Álandi hæst dæmda fjögurra vetra hryssan frá upphafi

Yfirlit er á vorsýningunni á Hólum í dag. Agnar Þór Magnússon sýndi þar fjögurra vetra hryssuna Arneyju frá Ytra-Álandi í 8,62 í aðaleinkunn. Það er hæsti dómur sem fjögurra vetra hryssa hefur hlotið hingað til.

Hlaut hún 8,78 fyrir hæfileika og 8,31 fyrir sköpulag. Hún hlaut m.a. 9,5 fyrir samstarfsvilja og 9,0 fyrir tölt og fegurð í reið. Arney er undan Ský frá Skálakoti og Álfsdóttirinni Erlu frá Skák. Úlfhildur Ída Helgadóttir er eigandi og ræktandi Arneyjar.

Myndbandið er fengið frá Alendis.is þar er hægt að horfa á allar kynbótasýningar í beinni en einnig er hægt að kaupa myndband af sínu hrossi HÉR

IS2019267150 Arney frá Ytra-Álandi
Örmerki: 352206000126841
Litur: 3500 Jarpur/milli- einlitt
Ræktandi: Úlfhildur Ída Helgadóttir
Eigandi: Úlfhildur Ída Helgadóttir
F.: IS2007184162 Skýr frá Skálakoti
Ff.: IS2000135815 Sólon frá Skáney
Fm.: IS2001284163 Vök frá Skálakoti
M.: IS2008281828 Erla frá Skák
Mf.: IS2002187662 Álfur frá Selfossi
Mm.: IS2000265221 Nína frá Búlandi
Mál (cm): 144 – 132 – 138 – 65 – 145 – 36 – 50 – 44 – 6,5 – 27,0 – 18,0
Hófa mál: V.fr.: 8,7 – V.a.: 8,2
Sköpulag: 8,5 – 8,5 – 8,0 – 8,5 – 8,0 – 8,0 – 8,5 – 8,0 = 8,31
Hæfileikar: 9,0 – 8,5 – 8,5 – 8,5 – 8,0 – 9,5 – 9,0 – 8,5 = 8,78
Hægt tölt: 8,0

Aðaleinkunn: 8,62
Hæfileikar án skeiðs: 8,83
Aðaleinkunn án skeiðs: 8,65
Sýnandi: Agnar Þór Magnússon
Þjálfari: Ragnar Skúlason

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar