Norskir fyrirlesarar kynna á Hólum rannsókn sína um hross í umferð og hættur á vegum

  • 5. október 2022
  • Fréttir
Fyrirlesturinn er opinn öllum

Á morgun, fimmtudaginn 6. október, verður haldinn fyrirlestur á Hólum. Það er norskt rannsóknarfólk sem er með fyrirlesturinn og mun það kynna niðustöður sínar úr rannsókn sem það gerði vegna hesta og öryggi knapa í umferðinni. Einnig verða tryggingamál og reglur sem gilda fyrir umferðarslys í tengslum við hesta og önnur dýr.

Fyrirlesararnir eru frá vegaumferðardeild, Nord University Business School í Stjørdal í Noregi og munu þeir kynna niðurstöður sínar úr rannsókninni „Predictors of perceived road collision/incident risk among horse users: A survey study from Norway.“

„Þessi háskóli menntar meðal annars ökukennara og vill nota niðurstöður þessara rannsókna til þess að kenna ökumönnum hvernig best sé að haga sér í umferðinni í kringum hesta og reiðmenn eða önnur dýr. Einnig kemur einn fulltrúi skólans og kynnir tryggingamál og reglur sem gilda vegna umferðaslysa í tengslum við hesta og önnur dýr,“ segir Elisabeth Jansen deildarstjóri hestafræðideildarinnar á Hólum í samtali við Feyki.is

Fyrilesturinn er opinn öllum, hann verður á ensku, og hefst kl, 15:30. Léttar veitingar, kaffi og kleinur verða í boði fyrir gesti.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar