Óbreyttar samkomutakmarkanir – Reiðhallir áfram lokaðar

  • 1. desember 2020
  • Fréttir

Útreiðar eru nú stundaðar af miklum krafti vegna lokanna reiðhalla

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti nú í morgun að hún myndi framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi til 9.desember. Reglur þær hafa verið við lýði síðan 18.nóvember og er þetta gert í samræmi við tillögu Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnarlæknis, að því er segir á vef stjórnarráðsins.

Að þessu gefnu verður því að teljast líklegt að reiðhallir verði áfram lokaðar almenningi en skólastarf og skipulagt íþróttastarf barna fædd 2005 og síðar mun áfram vera löglegt að því gefnu að öðrum tilmælum sé fylgt.

LH sótti um undanþágu frá sóttvarnarreglum í nóvember um opnun reiðhalla fyrir almennri notkun,til sóttvarnaryfirvalda en þeirri beiðni var hafnað. Ólíklegt verður að telja að slík undanþága verði leyfð. Hestamenn verða því að gera sér það að góðu að halda áfram þjálfun sinna hrossa utandyra.

Eiðfaxi mun halda áfram að fylgjast með framvindu mála er tengjast lokunum á reiðhöllum.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar