Opið íþróttamót Spretts – skráning hafin

  • 11. ágúst 2020
  • Fréttir

Mynd: Sprettur hestamannafélag

Opið íþróttamót Spretts verður haldið á Samskipavellinum dagana 21-23 ágúst

Til að mótið geti farið fram verðum við að treysta á að keppendur og áhorfendur vinni með okkur að fylgja öllum reglum almannavarna sem munu gilda á þessum tíma.
Mikilvægt er að passa uppá 2 metra regluna hvort sem er keppendur eða áhorfendur.

Skráning á mótið mun standa yfir frá 11 ágúst og stendur til miðnættis sunnudaginn 16 ágúst.

Ef keppendur óska eftir að skrá eftir að skráningarfresti lýkur er greitt tvöfalt skráningargjald. Ekki er tekið við skráningum eftir að ráslisti hefur verið birtur.
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng.

Mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina
flokka/greinar ef ekki er næg þátttaka.

Boðið verður uppá eftirfarandi flokka og keppnisgreinar:
Barnaflokkur: Fjórgangur V2 – Tölt T3
Unglingaflokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4
Ungmennaflokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Gæðingaskeið PP1 – 100
m skeið P2
2. flokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Tölt T7 – Gæðingaskeið PP1 –
100 m skeið P2
1. flokkur: Fjórgangur V2 – Fimmgangur F2 – Tölt T3 – Tölt T4 – Gæðingaskeið PP1 – 100 m skeið
P2
Meistaraflokkur: Fjórgangur V1 – Fimmgangur F1 – Tölt T1 – Tölt T2 – Gæðingaskeið PP1 – 100 m
skeið P2

Skráningagjöld eru eftirfarandi:
Barnaflokkur og unglingaflokkur: 4500 kr.
Ungmennaflokkur, 2. flokkur, 1. flokkur og meistaraflokkur: 5500 kr.

Fyrirspurnir skulu berast á motanefnd@sprettarar.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar