Opna fossgerðismótið verður haldið 4 júní

  • 27. maí 2022
  • Fréttir
Opið íþróttamót fyrir austan

Opið íþróttamót verður haldið í Fossgerði rétt utan við Egilsstaði laugardaginn 4.júní. Keppni hefst kl 10:00 Það ættu allir að finna sér flokk við hæfi og væri gaman að sjá sem flesta mæta og gera sér glaðan dag á Héraði.

Hesteigendafélagið í Fossgerði heldur mótið en öll aðstaða á staðnum er frábær. Nýlega var nýju efni bætt í keppnisvöllinn og eru allir sammála um að völlurinn sé með þeim betri.Keppnisgreinar í boði á mótinu eru:
Barnaflokkur T7 og V5
Unglingaflokkur: T7 og V5
Ungmennaflokkur: T3 og V2
2.flokkur: T3, T7 og V2
1.flokkur: T1, T3, V2, F2 og T4
100 metra skeið
Pollaflokkur

Skráning fer fram í gegnum sportfeng og stendur til kl 21:00 þriðjudaginn 31.maí.
Skráningargjald er 4000kr á grein en frítt í skeið.

Ef skráning er dræm í einhverja grein verður aðeins riðin forkeppni eða greinin felld niður.
Skráning í pollaflokk á email gullaey@simnet.is  1500kr.

Veitingar verða á staðnum.

Allir velkomnir austur!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar