Ríkharður Flemming sigurvegari kvöldsins!

  • 20. febrúar 2020
  • Fréttir
Margir keppendur mættu á hrossum úr eigin ræktun þar á meðal sigurvegarinn

Í kvöld fór fram fimmgangur í Equsana deildinni í Samskipahöllinni í Spretti. Margir knapar mættu á hrossum úr eigin ræktun. Þar af voru fimm af sjö knöpum í úrslitum á heimaræktuðum hestum.

Ríkharður Flemming Jensen stóð að lokum uppi sem sigurvegari á hesti sínum Myrkva frá Traðarlandi en þeir áttu glæsilega spretti á skeiði í úrslitunum, sem tryggði þeim sigur. Í öðru sæti varð Aasa Ljungberg á Árdísi frá Litlalandi og í því þriðja Arnar Heimir Lárusson á Flosa frá Búlandi.

Það var lið Sverris sem stóð uppi sem stigahæsta lið kvöldsins en það voru þau Sverrir Sigurðsson, Jóhann Albertsson og Kolbrún Grétarsdóttir sem riðu fyrir liðið í kvöld.

Næsta keppni í Equsana deildinni er slaktaumatölt og skeið.

Við munum birta stöðuna í liða- og einstaklingskeppni þegar þær berast. Við minnum á þáttinn á Stöð 2 Sport næsta miðvikudagskvöld þar sem keppninni verða gerð góð skil en þátturinn er samstarfsverkefni Eiðfaxa og Stöð 2 Sport.

Niðurstöður kvöldsins.

 

Fimmgangur F2
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Svanhildur Hall Þeyr frá Holtsmúla 1 6,33
2 Ríkharður Flemming Jensen Myrkvi frá Traðarlandi 6,23
3 Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg Árdís frá Litlalandi 6,17
4 Sverrir Sigurðsson Drift frá Höfðabakka 6,13
5 Erla Björk Tryggvadóttir Mári frá Hvoli II 6,07
6 Arnar Heimir Lárusson Flosi frá Búlandi 6,03
7 Petra Björk Mogensen Björk frá Barkarstöðum 6,00
8 Helena Ríkey Leifsdóttir Júní frá Reykjavík 5,93
9 Katrín Sigurðardóttir Haukur frá Skeiðvöllum 5,90
10 Jóhann Albertsson Sinfónía frá Gauksmýri 5,87
11-12 Kolbrún Grétarsdóttir Karri frá Gauksmýri 5,83
11-12 Sunna Sigríður Guðmundsdóttir Prins frá Vatnsleysu 5,83
13-15 Sigurður Kolbeinsson Flosi frá Melabergi 5,80
13-15 Hulda Finnsdóttir Játning frá Vesturkoti 5,80
13-15 Vilborg Smáradóttir Sónata frá Efri-Þverá 5,80
16-17 Sigurður Halldórsson Gustur frá Efri-Þverá 5,77
16-17 Jóhann Ólafsson Ísafold frá Velli II 5,77
18 Hermann Arason Vörður frá Vindási 5,60
19 Kristín Ingólfsdóttir Tónn frá Breiðholti í Flóa 5,57
20-23 Hafdís Arna Sigurðardóttir Kraftur frá Breiðholti í Flóa 5,53
20-23 Trausti Óskarsson Hrymur frá Strandarhöfði 5,53
20-23 Sabine Marianne Julia Girke Byrjun frá Akurgerði 5,53
20-23 Þórunn Hannesdóttir Nútíð frá Flagbjarnarholti 5,53
24 Gunnar Eyjólfsson Brunnur frá Brú 5,40
25-27 Birgitta Dröfn Kristinsdóttir Spaði frá Kambi 5,30
25-27 Konráð Axel Gylfason Særós frá Álfhólum 5,30
25-27 Sigurlaugur G. Gíslason Forsetning frá Miðdal 5,30
28-29 Ida Thorborg Salka frá Hestasýn 5,27
28-29 Þorvarður Friðbjörnsson Kveikur frá Ytri-Bægisá I 5,27
30 Rakel Sigurhansdóttir Dögun frá Mosfellsbæ 5,23
31 Kristín Hermannsdóttir Rauðhetta frá Hofi I 5,00
32 Sigurður Breiðfjörð Sigurðsson Sigurdóra frá Heiði 4,93
33 Hlynur Þórisson Tildra frá Kjarri 4,90
34 Elísa Benedikta Andrésdóttir Týr frá Hólum 4,87
35 Viggó Sigursteinsson Kjarkur frá Steinnesi 4,83
36 Rúrik Hreinsson Magni frá Þingholti 4,80
37 Sævar Örn Sigurvinsson Fjöður frá Hrísakoti 4,63
38 Ragnar Bragi Sveinsson Stjarni frá Laugavöllum 4,27
39 Jóna Margrét Ragnarsdóttir Völsungur frá Hamrahóli 4,23
40 Edda Hrund Hinriksdóttir Skrýtla frá Árbakka 4,07
41 Rósa Valdimarsdóttir Lás frá Jarðbrú 1 3,93
42 Björgvin Sigursteinsson Forseti frá Söðulsholti 3,70
43 Björn Þór Björnsson Karitas frá Langholti 0,63
44-45 Hannes Sigurjónsson Halla frá Kverná 0,00
44-45 Kristinn Skúlason Mábil frá Votmúla 2 0,00
A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Ríkharður Flemming Jensen Myrkvi frá Traðarlandi 6,57
2 Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg Árdís frá Litlalandi 6,50
3 Arnar Heimir Lárusson Flosi frá Búlandi 6,36
4 Svanhildur Hall Þeyr frá Holtsmúla 1 6,31
5 Petra Björk Mogensen Björk frá Barkarstöðum 6,05
6 Sverrir Sigurðsson Drift frá Höfðabakka 5,88
7 Erla Björk Tryggvadóttir Mári frá Hvoli II 5,43

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar