Róbert frá Kirkjufelli seldur

  • 4. febrúar 2021
  • Sjónvarp Fréttir

Róbert frá Kirkjufelli, knapi er Daníel Jónsson.

Viðtal við Sigurð Matthíasson

Enn einn ungur og hátt dæmdur stóðhestur hefur nú skipt um eigendur því hæst dæmdi fjögurra vetra stóðhestur ársins, Róbert frá Kirkjufelli, hefur nú verið seldur. Nýir eigendur Róberts eru þær Jamila Berg og Linda Mälarberg. Í stuttu spjalli við Eiðfaxa sögðust þær vera himinlifandi með að hafa eignast þennan hátt dæmda og efnilega hest og þakka fyrri eigendum það traust sem þau sýna þeim. Róbert mun fyrst um sinn fara til þjálfunar hjá Sigurði Vigni Matthíassyni og er stefnt á að sýna hann að nýju í kynbótadómi í vor. Með haustinu er svo ætlunin að flytja hann út til Svíþjóðar þar sem Jamila mun taka við þjálfun hans. Frá og með 2022 verður hann svo til notkunar á meginlandinu, fyrst hjá Jamilu Berg á Islandshästar/Gävle og á Stall Styrmans/Göteborg.

Róbert er ræktaður af Bryndísi Mjöll Gunnarsdóttur sem var annar af fyrrverandi eigendum hans ásamt Skipaskaga ehf. Hann er undan Skaganum frá Skipaskaga og Gjólu frá Skipaskaga. Hann var sýndur á Sörlastöðum síðastliðið vor og hlaut fyrir sköpulag 8,54, fyrir hæfileika 8,39 og aðaleinkunn upp á 8,45.

Eiðfaxi tók stutt viðtal í tilefni af þessum eigendaskiptum við Sigurð Matthíasson, nýjan þjálfara Róberts.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar