Sigurvegari í ágiskunarleiknum – Miði á stóðhestaveisluna til Færeyja!

  • 28. febrúar 2020
  • Fréttir

Ágiskunarleikur Eiðfaxa á facebook okkar hefur náð miklum vinsældum og tóku nú rúmlega þrjátíu manns þátt. Leikurinn gengur út á það að giska á röð sex efstu knapa í Meistaradeildinni og fær sá sem flest stig hlýtur glaðning að launum.

Flestir höfðu veðjað á sigur Jakobs Svavars sem varð að lokum raunin.

Að þessu sinni fara sigurverðlaunin til Færeyja en það var Regin Johannesson sem flest stig hlaut og hlýtur hann því í verðlaun miða á stóðhestaveisluna sem fram fer í Samskipahölinni í Spretti þann 4.apríl. Til hamingju Færeyjar, til hamingju Regin!

Regin Johannesson40 stig

1 Jakob og Skýr. – 15 stig
2 Eyrún og Hrannar. – 10 stig
3 Olil og Álfaklettur – 10 stig
4 Viðar og Huginn. – 5 stig
5 Árni og Jökull. – 0
6 Hinrik og Lukku Láki – 0

Reglurnar eru einfaldar.

15 stig fást fyrir að vera með réttan sigurvegara
10 stig fást fyrir að vera með par í rétttu sæti
5 stig fást fyrir að vera með rétt par í úrslitum

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar