Snorri Dal og Anna Björk Íþróttakarl og Íþróttakona Sörla 2022

  • 21. nóvember 2022
  • Fréttir

Hjónin Anna Björk Ólafsdóttir og Snorri Dal og dætur þeirra Katla Sif og Sara Dís unnu öll sína flokka - Frábær árangur hjá fjölskyldunni á árinu

Árs- og uppskeruhátíð hestamannafélagsins Sörla.

Mikil gleði ríkti á Árs- og uppskeruhátíðum hestamannafélagsins Sörla sem haldnar voru um helgina, þar sem verðlaun voru veitt fyrir glæsilegan árangur ársins.

Stjórn, framkvæmdastjóri og skemmtinefnd Sörla færa félagsmönnum þakkir fyrir góða skemmtun og samveru á Árs- og uppskeruhátíðum félagsins sem haldnar voru með glæsibrag dagana 18. og 19. nóvember þar sem ungir sem aldnir skemmtu sér glimrandi vel. Skemmtanir af þessu tagi eru ekki haldnar nema með aðkomu okkar góðu sjálfboðaliða og allra gesta sem á skemmtanirnar koma.

 

Íþróttafólk Sörla 2022

Eftirtalin verðlaun voru veitt á hátíðunum, fyrir árangur ársins 2022:

Íþóttakona Sörla er Anna Björk Ólafsdóttir
Íþróttakarl Sörla er Snorri Dal

Knapi Sörla í áhugamannaflokki er Kristín Ingólfsdóttir

Knapi Sörla í ungmennaflokki er Katla Sif Snorradóttir
2. verðlaun ungmennafokki Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir
3. verðlaun ungmennaflokki Sara Dögg Björnsdóttir

Efnilegasta ungmenni Sörla er Sunna Þuríður Sölvadóttir

Knapi Sörla í unglingaflokki
 er Sara Dís Snorradóttir
2. verðlaun unglingaflokki Kolbrún Sif Sindradóttir
3. verðlaun unglingaflokki Fanndís Helgadóttir

Knapi Sörla í barnaflokki er Hrafnhildur Rán Elvarsdóttir
2. verðlaun barnaflokki Elísabet Benediktsdóttir
3. verðlaun barnaflokki Ásthildur V. Sigurvinsdóttir

Verðlaun fyrir ástundun í yngri flokkum Jessica Ósk Lavander

Nefndarbikarinn í ár hlaut Æskulýðsnefnd Sörla

 

Gullmerki voru veitt og nýr heiðursfélagi heiðraður

Gullmerki Sörla fengu:
Jón Ásmundsson
Margrét Ásta Jónsdóttir
Stefán Már Gunnlaugsson

Heiðursfélagi Sörla:
Sigurður Emil Ævarsson

 

Hæst dæmdu hross í fullnaðardóm ræktuð af Sörlafélögum

Húni frá Ragnheiðarstöðum í flokki 4 vetra með einkunina 8,18
Húni er ræktaður af Helga Jóni Harðarsyni

Hafalda frá Þjórsárbakka í flokki 5 vetra með einkunina 8,06
Hafalda er ræktuð af Haraldi Þorgeirssyni

Það voru tvö jöfn í flokki 6 vetra:

Ísey frá Þjórsárbakka í flokki 6 vetra með einkunina 8,09
Ísey er ræktuð af Þjórsárbakka ehf

Illugi frá Miklaholti í flokki 6 vetra með einkunina 8,09
Illugi er ræktaður af Þór Kristjánssyni

Auðlind frá Þjórsárbakka í flokki 7 vetra og eldri með einkunina 8,64
Auðlind er ræktuð af Þjórsárbakka ehf

Hæst dæmda hrossið í kynbótadómi ræktað af Sörlafélaga árið 2022 er hryssan Auðlind frá Þjórsárbakka með einkunina 8,64.

Hæst dæmda hross í kynbótadómi í eigu Sörlafélaga árið 2022 er hryssan Rjúpa frá Þjórsárbakka með einkunina 8,52

 

Stjórn Sörla óskar öllu afreksfólki til hamingju með glæsilegan árangur á árinu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar