Stefnir í metár í hrossaútflutningi

  • 29. október 2020
  • Fréttir

Samkvæmt Worldfeng hafa alls 1609 hross verið flutt erlendis á þessu ári en það er mestur fjöldi hrossa síðan árið 2008 þegar 1774 hross voru flutt til útlanda.

Í samtali Eiðfaxa við hestaútflytjendur er ljóst að töluvert fleiri hross bíði útflutnings og því líklegt að um metár verði að ræða.

Eins og síðastliðin ár hafa flest hross verið flutt til Þýskalands alls 605 talsins, næst flest til Svíþjóðar alls 245 talsins og til Danmerkur hafa svo verið flutt 157 hross.

Þá vekur athygli að eitt hross var flutt til Litháen en þangað hafa ekki verið flutt hross síðan árið 1993 þegar 45 íslensk hross voru flutt þangað.

Þetta eru jákvæðar fréttir fyrir hestamennskuna. Þótt ótrúlegt megi virðast og það sé kaldhæðnislegt að segja það að þá virðist það vera að Covid-19 og staða krónunnar hjálpi til við sölu á hrossum. Hestamennska er eitt af þeim áhugamálum sem hægt er að stunda nær óhindrað á þessum tímum og þá er ljóst að fólk notar sparipening sinn ekki til ferðalaga í ár.

Máltækið „fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott“ á því við um hrossasölu landsmanna um þessar mundir.

Tafla yfir útflutt hross í ár

Land Fjöldi
AT 105
BE 19
CA 3
CH 134
DE 605
DK 157
FI 54
FO 17
FR 17
GB 16
GL 8
HU 1
IT 0
LT 1
LU 10
NL 55
NO 54
NZ 0
SE 245
SI 0
US 108
Samtals: 1609

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar