Steggur flýgur á vit nýrra ævintýra

  • 18. september 2021
  • Fréttir

Steggur frá Hrísdal og Siguroddur Pétursson

Steggur frá Hrísdal á leið til Austurríkis

Steggur frá Hrísdal flýgur til Austurríkis á mánudaginn. Steggur hefur verið farsæll keppnishestur hérlendis með knapa sínum Siguroddi Péturssyni. En þeir eiga að baki glæstan feril og þá sérstaklega í tölti þar sem þeir hafa skorað oft vel yfir 8,00 í einkunn. Steggur hefur þar að auki fengið mikla athygli vegna litar síns enda afar litfagur hestur með mikið fas og fótaburð.

Samkvæmt heimildum Eiðfaxa er það Sager fjölskyldan sem hefur keypt Stegg en skráðir eigendur er Philip Sager og Anna Sager, dóttir hans. Steggur verður keppnishesturinn hennar en Anna er 18 ára og keppti m.a. á síðasta heimsmeistaramóti þar sem hún var í þriðja sæti í slaktaumatölti í ungmennaflokki á Dynblakk frá Þóreyjarnúpi. Fjölskyldan eru einnig eigendur Sigurs frá Hólabaki, Asks frá Laugamýri og Barons frá Bala.

Steggur er undan Þrist frá Feti og Mánadís frá Margrétarhofi sem er undan Þór frá Prestsbakka og Feykju frá Ingólfshvoli. Steggur hlaut 8.16 í aðaleinkunn í kynbótadómi, 8,10 fyrir hæfileika og 8,24 fyrir sköpulag. Hann á 155 afkvæmi skráð í WorldFeng.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar