Suðurlandsdeildinni 2021 frestað um mánuð

  • 26. janúar 2021
  • Fréttir
Sú ákvörðun hefur verið tekin eftir að óskir bárust frá yfirgnæfandi meirihluta liða að fresta Suðurlandsdeildinni 2021 um mánuð vegna aðstæðna í samfélaginu.
Keppni hefst því þann 2. mars á parafimi.
Ákvörðunin er tekin í samráði við liðin í deildinni sem og ALENDIS sem áfram mun bjóða uppá beina útsendingu frá deildinni í vetur.
Nýjar dagsetningar eru eftirfarandi:
2. mars – Parafimi
16. mars – Fjórgangur
30. mars – Fimmgangur
13. apríl – Tölt og skeið
Ef tæknilega er mögulegt að halda Suðurlandsdeildina þann 2. mars þá verður deildinni ekki frestað frekar.
Við hlökkum til að geta hafið keppni!
Stjórn Suðurlandsdeildarinnar 2021

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar