Takk fyrir frábært mót

  • 29. maí 2023
  • Fréttir
Fréttatilkynning frá hestamannafélaginu Geysi

Undanfarna fimm daga hefur staðið yfir WR Íþróttamót Geysis á Rangárbökkum í allskonar veðri sem allir hafa tekið með miklu jafnaðargeði og hefur framkvæmdin tekist frábærlega.

Hestakosturinn hefur verið framúrskarandi og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með knöpum og hestum ungum sem öldnum á næstu misserum. Mögulega leynast þátttakendur á heimsmeistaramóti meðal þeirra sem tóku þátt.

Á mótið voru 548 skráningar sem skiptast á 466 hross og 132 knapa. Fjöldi þátttakenda er því gríðarlegur. Gaman er að segja frá því að yngsti knapinn sem tók þátt var 10 ára og sá elsti 75 ára.

Mannauður félagsins gerir það að verkum að við getum haldið svo stórt mót en um 42 sjálfboðaliðar komu að framkvæmd mótsins. Við viljum þakka öllum sem komu að framkvæmd mótsins sjálfboðaliðum, starfsmönnum og knöpum!

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir sigurvegara í hverri grein / efstu knapa sem keppa fyrir Geysi í hverri grein.

Meistaraflokkur

F1 Hans Þór Hilmarsson og Ölur frá Reykjavöllum 7.19 (Geysir)

F2 Jóhann Kristinn Ragnarsson og Spyrnir frá Bárubæ 6.67 (Sprettur) / 6. Sæti Ólafur Þórisson og Sinfónía frá Miðkoti 5.02 (Geysir)

V1 Sara Sigurbjörnsdóttir og Vísir frá Tvennu 7.43 (Geysir)

V2 Birna Olivia Ödqvist og Ósk frá Stað 7.0 / 2.sæti Ásmundur Ernir Snorrason og Lómur frá Strandarhöfði 6.83 (Geysir)

Gæðingaskeið Jakob Svavar Sigurðsson og Ernir frá Efri-Hrepp 8.17 og 4. sæti Hlynur Guðmundsson og Stólpi frá Ási 7.21 (Geysir)

T1 Teitur Árnason og Sigur frá Laugarbökkum 7.89 (Fákur) / 2. sæti Ásmundur Ernir Snorrason og Aðdáun frá Sólstað 7.78 (Geysir)

T2 Ásmundur Ernis Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfði 8.75 (Geysir)

T3 Birna Olivia Ödqvist og Kór frá Skálakoti 7.22 / Birgitta Bjarnadóttir og Náttrún frá Þjóðólfshaga 7 (Geysir)

100m skeið Konráð Valur Sveinsson og Kastor frá Garðshorni 7.82 sek / 4. sæti Sigurður Sigurðarson og Hnokki frá Þóroddsstöðum 8.12 sek (Geysir)

150m skeið Konráð Valur Sveinsson og Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II 14.24 sek (Fákur) / 3. Sæti Hans Þór Hilmarsson og Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 14.93 sek (Geysir)

250m skeið Hans Þór Hilmarsson og Jarl frá Þóroddsstöðum 23.06 sek (Geysir)

1.Flokkur

F2 Sanne Van Hezel og Völundur frá Skálakoti 6.88 (Geysir)

V2 Vilborg Smáradóttir og Gná frá Hólateigi 6.70 (Sindri) / Halldóra Anna Ómarsdóttir og Öfgi frá Káratanga 6.20 (Geysir)

Gæðingaskeið Vilborg Smáradóttir og Klókur frá Dallandi 6.5 (Sindri) / 3. sæti Eyrún Jónasdóttir og Örn frá Kálfholti 5.71 (Geysir)

T3 Kristín Ingólfsdóttir og Ásvar frá Hamrahóli 7.11 (Sörla) / 3. sæti Sarah Maagaard Nielsen og Djörfung frá Miðkoti (Geysir)

2. Flokkur

V2 Margrét Halla Hansdóttir Löf og Óskaneisti frá Kópavogi 6.2 (Fákur) / 3. Sæti Katharina Söe Olesen og Katla frá Þjóðólfshaga 2 5.17 (Geysir)

T3 Svanhildur Jónsdóttir og Taktur frá Torfunesi 6.17 (Jökull) / 3. Sæti Jakobína Agnes Valsdóttir og Örk frá Sandhólaferju 6 (Geysir)

T7 María Guðný Rögnvaldsdóttir og Gustur frá Borg 6.58 (Geysir)

Ungmennaflokkur

F1 Jón Ársæll Bergmann og Móeiður frá Vestra-Fíflholti 6.74 (Geysir)

F2 Naemi Kestermann og Bera frá Leirubakka 4.5 (Geysir)

V1 Jón Ársæll Bergmann og Frár frá Sandhól 7.6 (Geysir)

V2 Karlotta Rún Júlíusdóttir og Orkubolti frá Laufhóli 6.43 (Fákur) / Jón Ársæll Bergmann og Djásn frá Arnbjörgum 6.07 (Geysir)

100m skeið Jón Ársæll Bergmann og Rikki frá Stóru-Gröf ytri 7.90 sek (Geysir)

Gæðingaskeið Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir og Ylfa frá Miðengi (Sindri) / Enginn fyrir Geysi

150m skeið Sigrún Högna Tómasdóttir og Funi frá Hofi 15.44 sek (Jökull) / Enginn fyrir Geysi

250m skeið Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir og Ylfa frá Miðengi 24 sek (Sindri) / 3. Sæti Jón Ársæll Bergmann og Rikki frá Stóru Gröf ytri 25.11 sek (Geysir)

T1 Sigrún Högna Tómasdóttir og Rökkvi frá Rauðalæk 6.94 (Jökull) / Enginn fyrir Geysi

T2 Glódís Rún Sigurðardóttir og Breki frá Austurási 7.63 / Enginn fyrir Geysi

Unglingaflokkur

F1 Herdís Björg Jóhannesdóttir og Skorri frá Vöðlum 6.57 (Sprettur) / Enginn fyrir Geysi

F2 Lilja Dögg Ágútsdóttir og Hviða frá Eldborg 6.26 (Geysir)

V1 Herdís Björg Jóhannsdóttir og Snillingur frá Sólheimum 6.73 (Sprettur) / 2. sæti Eik Elvarsdóttir og Blær frá Prestbakka 6.7 (Geysir)

V2 Eik Elvarsdóttir og Heilun frá Holtabrún 6.70 (Geysir)

Gæðingaskeið Matthías Sigurðsson og Tign frá Fornusöndum 7.13 (Fákur) / 2.sæti Róbert Darri Edwardsson og Máney frá Kanastöðum 6.00 (Geysir)

T1 Svandís Aitken Sævarsdóttir og Fjöður frá Hrísakoti 7.22 (Sleipnir) / 2. Sæti Elísabet Líf Sigvaldadóttir og Sumarliði frá Hárlaugsstöðum 6.67 (Geysir)

T2 Svandís Aitken Sævarsdóttir og Huld frá Arabæ 7.04 (Sleipnir) / Enginn fyrir Geysi

T3 Lilja Dögg Ágústsdóttir og Nökkvi frá Litlu-Sandvík 6.61 (Geysir)

T4 Elísabet Líf Sigvaldadóttir og Askja frá Garðabæ 6.67 (Geysir)

T7 Ísak Ævar Steinsson og Glæta frá Hellu 6.17 (Sleipnir) / 5. sæti Jórunn Edda Antonsdóttir og Ábóti frá Skálakoti 5.75 (Geysir)

Barnaflokkur

V2 Eyvör Vaka Guðmundsdóttir og Bragabót frá Bakkakoti 6.23 (Geysir)

T3 Apríl Björk Þórisdóttir og Sikill frá Árbæjarhjáleigu II (Sprettur) / 2. sæti Jakob Freyr Maagaard Ólafsson og Sólbirta frá Miðkoti 6.11 (Geysir)

T7 Viktoría Huld Hannesdóttir og Þinur frá Enni 6.42 (Geysir)

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar