„Það er skemmtilegt að ögra sér“

  • 9. nóvember 2023
  • Sjónvarp Fréttir

Hulda María Sveinbjörnsdóttir hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini. Hún hefur verið sýnileg sem keppandi í yngri flokkum hér heima og náð þar góðum árangri. Hún ákvað að hleypa heimdraganum og skoða heiminn í eitt ár, en hún kláraði framhaldsskóla í vor. Ferðalag hennar hófst nú síðsumars þar sem hún fór til Bandaríkjanna að starfa við hross, þar lenti hún í ýmsum ævintýrum.

Hjörvar Ágústsson settist niður með henni í einu af fjölmörgum stúdíóum Eiðfaxa og fræddist um það hvað hún var að brasa þar vestra. Ferðasaga hennar mun svo birtast í heild sinni í fyrsta töublaði Eiðfaxa á nýju ári.

Hér fyrir neðan má hlusta og horfa á spjall þeirra Hjörvars og Huldu Maríu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar