„Þetta verður alltaf langsóttara eftir því sem líður meira á æviárin“

  • 23. júlí 2022
  • Fréttir

Myndir: Marta Gunnarsdóttir

Niðurstöður úr 150 m. skeiðinu á Íslandsmótinu

„Tilfinningin er mjög góð, eiginlega mögnuð. Þetta verður alltaf langsóttara eftir því sem líður meira á æviárin, þetta er því sætara þegar þetta gengur upp.“ segir Sigurbjörn eftir að vinna sinn 116. Íslandsmeistaratitil og er ekki hættur. „Ekki á meðan maður hefur gaman af þessu og færir manni ánægju. Þetta er ákveðinn lífstíll fyrir mér að byggja upp og þjálfa og setja mér markmið og reyna ná þeim.“

Sigurbjörn sat Vökul frá Tunguhálsi II og eru þeir hvorugir nýgræðingar í kappreiðum. Vökull hefur lengi verið með fljótustu hestum landsins og sannaði það í dag þegar hann fór á besta tíma ársins 13,93 sek. en þeir bættu tímann sinn um 0,04 sek.brot síðan á fimmtudaginn. „Vökull er stórbrotinn, mikill skaphestur og mjög vandmeðfarinn. Mjög einrænn þannig maður þarf að aðlaga sig að mjög mörgum sérþörfum hans til þess að díla við hann. Hann er náttúrulega alveg svakalega sprettharður en hann fórnar sér alltaf í sprett. Hann mun alltaf gefa sig allann í sprettinn þannig að maður þarf í raun og veru bara vera duglegur að fylgja honum eftir og vera með honum. Flugvakur og mjög hraður út úr básunum.“ segir Sigurbjörn en nóg er um að vera framundan. Næst á dagskrá er Norðurlandamót í Finnlandi en þar fylgir Sigurbjörn landsliðinu okkar eftir sem landsliðsþjálfari. „Síðan mætum við í loka sprettina síðsumars. Held honum í trimmi þangað til og klárum tímabilið.“

Hér fyrir neðan eru niðurstöðurnar úr 150 m. skeiðinu.

Skeið 150m P3
Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hross Tími
1 Sigurbjörn Bárðarson Vökull frá Tunguhálsi II 13,93
2 Sigurður Heiðar Birgisson Hrina frá Hólum 14,37
3 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði 14,39
4 Teitur Árnason Styrkur frá Hofsstaðaseli 14,46
5 Þórarinn Ragnarsson Bína frá Vatnsholti 14,47
6 Þorgeir Ólafsson Ögrunn frá Leirulæk 14,57
7 Árni Björn Pálsson Seiður frá Hlíðarbergi 14,64
8 Ingibergur Árnason Flótti frá Meiri-Tungu 1 14,78
9 Gústaf Ásgeir Hinriksson Rangá frá Torfunesi 14,78
10 Auðunn Kristjánsson Sæla frá Hemlu II 14,81
11 Konráð Valur Sveinsson Tangó frá Litla-Garði 14,94
12 Guðmar Freyr Magnússon Brimar frá Varmadal 14,97
13 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Óskastjarna frá Fitjum 15,18
14 Kjartan Ólafsson Hilmar frá Flekkudal 15,31
15 Árný Oddbjörg Oddsdóttir Þröm frá Þóroddsstöðum 15,31
16 Daníel Gunnarsson Blævar frá Rauðalæk 15,33
17 Eyrún Ýr Pálsdóttir Sigurrós frá Gauksmýri 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar