Þorir þú að fylgja þinni sannfæringu?

  • 15. janúar 2021
  • Fréttir
Pistill frá Hinrik Sigurðssyni

Ég er með smá spurningu

Spurning sem ég er að reyna sjálfur að velta fyrir mér og svara fyrir mitt leyti.

Myndin hér að ofan er tekin á nasistafundi um árið 1939, og eins og glöggt sést, þar er einn maður, August Landmesser sem stillir sér upp í miðjum hópnum og neitar að heilsa að hætti hópsins.

Ekki nóg með það, þá stendur hann með krosslagða arma, sem er mjög greinilegt merki um afstöðu hans til þess sem fram fer þarna á fundinum.

Saga þessa manns er áhugaverð, og gaman fyrir áhugasama að lesa aðeins um hann.

Enn alla vega þá er þetta mynd sem sýnir einn mann standa út í hópi sem virðist alveg samtaka, og hann þorir svo sannarlega að eiga sína skoðun.

Ég veit að það er sjaldgæft að vera í akkúrat svona aðstæðum eins og þarna eru, en við lendum öll í því að standa frammi fyrir því að þurfa einhvern tíma að standa fyrir okkar gildum, okkar skoðun, velja okkar leið.

Mín spurning er einföld,

Gætir þú séð þig gera það sama og Landmesser?

Að fara á móti straumnum ef sannfæring þín liggur þangað?

Í okkar umhverfi í hestamennskunni er það ekkert auðvelt alltaf fyrir unga og upprennandi knapa að fara sínar leiðir, þora jafnvel að skora á algengari hugmyndir eða viðra eigin skoðanir sem kannski þóknast ekki almúganum.

Ég veit að ég þekki fólk í mínu allra nánasta umhverfi með þetta hugrekki, og dáist að þeim.

Það er hollt fyrir alla að velta því fyrir sér.

Ef allir segja dansa núna,  þarf ég þá endilega að dansa?  😉

 

Kv Hinni Sig

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar