Kynbótasýningar Þrettán hross hlutu 9.5 fyrir bak og lend

  • 13. október 2022
  • Fréttir

Viðar frá Skör hlaut 9.5 fyrir bak og lend en hann er afar vel byggður og hlaut 8.89 fyrir sköpulag

Kynbótaárið 2022

Nú þegar kynbótasýningum árið 2022 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er bak og lend

Til þess að fá glögga mynd af því eftir hverju er verið að leita þegar eiginleikinn er metin er gripið niður í stigunarkvarða einstaklingadóma og lýsing á einkunninni 9,5-10 í þeim eiginleikum sem teknir eru fyrir hverju sinni.

Alls hlutu 13 hross á árinu einkunnina 9,5 fyrir bak og lend en ekkert hross hlaut einkunnina 10,0 í ár, einungis tvö hross hafa hlotið þá einkunn frá upphafi dóma en það eru Hervör frá Hamarsey og Stikill frá Skrúð.

Bak og lend

Í þessum eiginleika er yfirlínan í baki og lend metin; stefnan og sveigjan í bakinu og lengd og halli lendarinnar. Einnig er lagt mat á breidd og vöðvafyllingu baksins, lengd og breidd spjaldhryggjar og lögun og vöðvafyllingu lendarinnar. Horft er til þess að munur á neðsta punkti í baki og hæsta punkt á lend sé ekki of mikill (viðmið: 4 – 6 cm). Til að fá rétta mynd af þessum eiginleika er afar mikilvægt að um rétta uppstillingu hrossins sé að ræða (sjá að ofan). Lögð er áhersla á að eiginleikinn nýtist í reið. Ef vafi leikur á stefnu og/eða sveigju í baki hvað varðar burð eða mýkt skal skoða hvernig hrossinu nýtist eiginleikinn í reið.

9,5 – 10

Bakið er afar burðarmikið; frambakið er hátt og neðsti punktur er fyrir miðju baksins, það er breitt og afar vöðvafyllt. Spjaldhryggurinn er stuttur, breiður og vel vöðvafylltur og samtenging spjaldhryggs og krossbeins er mjúk. Lendin er löng, hæfilega brött, jafnvaxin og vöðvafyllt, lærin hafa mikla og djúpa vöðvafyllingu.

 

Listi yfir þau hross sem hlutu 9,5-10 fyrir bak og lend

Nafn Uppruni í þgf. Sýnandi
Geisli Árbæ Árni Björn Pálsson
Gurra Valhöll Árni Björn Pálsson
Hervar Snartartungu Agnar Þór Magnússon
Lína Efra-Hvoli Árni Björn Pálsson
Piltur Kronshof Frauke Schenzel
Sigð Oddsstöðum I Árni Björn Pálsson
Sigurfari Sauðárkróki Bjarni Jónasson
Sindri Lækjamóti II Ísólfur Líndal Þórisson
Valkyrja Gunnarsstöðum Þórarinn Ragnarsson
Viðar Skör Helga Una Björnsdóttir
Vitund Skipaskaga Leifur George Gunnarsson
Þenja Prestsbæ Þórarinn Eymundsson
Þórshamar Reykjavík Leó Geir Arnarson

 

Hinir eiginleikarnir:

Hæfileikar

Tölt
Brokk
Skeið
Stökk
Samstarfsvilji
Fegurð í reið
Fet
Hægt tölt
Hægt stökk

Sköpulag

Höfuð
Háls / herðar og bógar
Bak og lend

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar