Þrjú hross hlutu 9,5 fyrir hægt stökk
Nú þegar kynbótasýningum árið 2022 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er hægt stökk.
Ekkert hross hlaut 10,0 fyrir hægt stökk á árinu en sex hross hafa hlotið þessa einkunn; Fenrir frá Feti (2020), Þeyr fra Kolneset (2019), Nútíð frá Leysingjastöðum II (2016), Óskadís vom Habichtswald (2013), Tígull fra Kleiva (2011) og Auður frá Lundum II (2008).
Það hlutu þrjú hross 9,5 fyrir stökk á árinu en það eru þau Hannibal frá Þúfum, Auðlind frá Þjórsárbakka og Glódís frá Litla-Garði.
Hannibal er 7 vetra undan Stjörnustæl frá Dalvík og Grýlu frá Þúfum sem er undan Álfi frá Selfossi og Lygnu frá Stangarholti. Mette Moe Mannseth sýndi hestinn en hún er einnig eigandi og ræktandi.
Auðlind var sýnd af Teiti Árnasyni. Eigandi er Svarthöfði hrossarækt ehf. og ræktandi er Þjórsárbakki ehf. Auðlind er sjö vetra undan Loka frá Selfossi og Andvaradótturinni, Golu frá Þjórsárbakka en móðir Golu er Elding frá Hóli.
Glódís er sjö vetra undan undan Hróðri frá Refsstöðum og Glettingu frá Árgerði sem er undan Tristani frá Árgerði og Glæðu frá Árgerði. Ræktendur og eigendur Glódísar eru þau Herdís Ármannsdóttir og Stefán Birgir Stefánsson.
Listi með þeim hrossum sem hlutu 9,5 fyrir hægt stökk.
Nafn | Uppruni í þgf. | Sýnandi |
Hannibal | Þúfum | Mette Camilla Moe Mannseth |
Auðlind | Þjórsárbakka | Teitur Árnason |
Glódís | Litla-Garði | Hans Þór Hilmarsson |
Hinir eiginleikarnir:
Tölt
Brokk
Skeið
Stökk
Samstarfsvilji
Fegurð í reið
Fet
Hægt tölt
Hægt stökk
Sköpulag