Tilnefnd Ræktunarbú ársins í Svíþjóð

  • 14. nóvember 2022
  • Fréttir

Díva fra Ådalen

Fimm ræktunarbú eru tilnefnd sem Ræktunarbú ársins í Svíþjóð

Ræktunarsamtök íslenska hestsins í Svíþjóð hefur gefið út tilnefningar til Ræktunarbús ársins í Svíþjóð. Fimm bú hlutu tilnefningu en þau eru:

Knutshyttan
Lilla Sträckås
Sundabakka
SundsbergKval
Ådalen

Bakvið ræktunarnafnið Knutshyttan er Garðar Gíslason. Sýndar voru þrjár hryssur frá búinu í sumar,  ein af Eyjólfi Þorsteinssyni, Perla fra Knutshyttan, en hún er 5 vetra og hlaut 7,98 í einkunn. Hinar tvær voru báðar sýndar af Garðari. Kleó, 4 vetra, hlaut 7,43 í aðaleinkunn og Súperstjarna, 5 vetra, hlaut 7,76 í aðaleinkunn.

Malin Bonnevier er á bakvið ræktunarnafnið Lilla Sträckås. Sýnd voru tvö hross frá búinu en Erlingur Erlingsson sýndi þau bæði. Hersir, fjögurra vetra, hlaut 7,77 í aðaleinkunn og List, fimm vetra, hlaut 8,11 í aðaleinkunn.

Hross kennd við Sundabakka eru ræktuð af Vigni Jónassyni. Sýnd voru þrjú hross frá bænum öll af honum sjálfum. Sókrates, 7 vetra, hlaut 8,25 í aðaleinkunn, Tiljun, 5 vetra, hlaut 7,72 í aðaleinkunn og Goði, 5 vetra, hlaut 7,81 í aðaleinkunn.

Fjögur hross voru sýnd frá SundsbergKval en það eru þau Per S. Thrane og Birgitta Ibert sem standa á bakvið ræktunina. Efst var Alma, 5 vetra, og hlaut hún 8,01 í aðaleinkunn. Arthur, 8 vetra, hlaut 7,79 í aðaleinkunn, Blóma, 7 vetra, hlut 7,60 í aðaleinkunn og Ísak, 8 vetra, hlaut 7,14 í aðaleinkunn.

Susanne Larsson kennir hrossin sín við Ådalen. Eitt hross var sýnt frá búinu, Díva fra Ådalen, en hún er sex vetra og hlaut í aðaleinkunn 8,36. Díva er hæst dæmda sænsk fædda hrossið í Svíþjóð en hún er líka hæst dæmda hryssan þarlendis og næst hæst dæmda hrossið. Gljátoppur frá Miðhrauni er sá eini sem er hærri en hún.

Myndband sem fylgdi tilnefningunum er hægt að sjá HÉR

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar