TÍMAVÉLIN – Lokaatriði Ræktunar 2014

  • 13. apríl 2021
  • Sjónvarp Fréttir

Einar Öder Magnússon og Glóðafeykir frá Halakoti á Landsmóti 2012.

Tímavél Eiðfaxa spólar að þessu sinni aftur til vorsins 2014. Þá var stórsýningin Ræktun 2014 haldin á Ingólfshvoli og að venju komu mörg úrvalshross og knapar fyrir sjónir áhorfenda. Lokaatriðið þetta kvöld var sérstaklega skemmtilegt en þá komu þeir félagar Einar Öder Magnússon og Glóðafeykir frá Halakoti fram fyrir almenningssjónir, saman í síðasta skiptið. Þeir Einar og Glóðafeykir voru á þessum tíma ríkjandi Landsmótssigurvegarar í B-flokki gæðinga frá Landsmóti í Reykjavík 2012.

Það er einstaklega skemmtilegt að rifja upp gæðingstakta bæði hests og knapa þetta vorkvöld fyrir hartnær sjö árum síðan en látum myndskeiðið hér fyrir neðan tala sínu máli.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar