Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Jón Árnason

  • 5. desember 2020
  • Fréttir
Ellefta umferð ensku úrvaldsdeildarinnar hefst í dag.

Í síðustu umferð var það Finnbogi Geirsson sem var með tvo rétta.

Leikur Aston Villa og  Newcastle sem átti að fara fram í gærkvöldi frestast vegna hópsmits í búðum Newcastle.

 

Skipaskaga ræktandinn Jón Árnason er tippari vikunnar.

„Ég hef haldið með Derby síðan 1967 og hef ekki hugsað mér að breyta neinu þar um. Við vermum nú botnsætið í 1.deild en ég hef nú fylgt þeim alveg niður í 4.deild, ég stend með mínum mönnum. Ef ég þyrfti að velja lið í ensku úrvalsdeildinni þá myndi ég sennilega halda með Frank Lampard og félögum í Chelsea“

 

Spá Jóns er eftirfarandi:

 

Aston Villa 2-2 Newcastle United föstudag kl 20:00 (frestað)
Newcastle kemst í 2-0 en svo jafnar Aston Villa. Jack Grealish með bæði mörkin.

Burnley 1-3 Everton laugardag kl 12:30
Þarna mætast Íslendingarnir Jói Berg og Gylfi. Burnley er alls ekki á góðum stað og Gylfi setur eitt mark og Calvert-Lewin með tvö.

Manchester City 4-1 Fulham laugardag kl 15:00
Ég spái því að City verði meistarar í ár, þannig þeir hljóta að vinna þennan leik.

West Ham United 1-1 Manchester United laugardag kl 17:30
Ég er í erfiðleikum með þennan leik þar sem ég veit að Elli vinur minn myndi ekki höndla það ef hans menn í West Ham vinna Manchester United þar sem hann yrði svo agalega montinn, en ég vil heldur ekki að Manchester United vinni svo besta fyrir mig yrði jafntefli.

Chelsea 3-2 Leeds United laugardag kl 20:00
Frank Lampard er frábær þjálfari og ég hef mikla trú á honum, enda fyrrverandi þjálfari Derby. Spái því Chelsea sigri í þessum leik.

West Bromwich Albion 0-0 Crystal Palace sunnudag kl 12:00
Þetta verður tíðindalítill leikur.

Sheffield United 0-3 Leicester City sunnudag kl 14:15
Vardy dettur í gírinn og setur þrennu.

Tottenham 1-0 Arsenal sunnudag kl 16:30
Mourinho er toppþjálfari og hans menn hljóta að landa sigri í þessum leik.

Liverpool 3-1 Wolverhampton sunnudag kl 19:15
Wolves kemst yfir 1-0 og þá hrekkur Liverpool í gang.

Brighton & Hove Albion 0-2 Southampton mánudag kl 20:00
Veit að Ólafur Frímann vinur minn heldur með Southampton svo ég ætla að spá þeim sigri.

 

 

Staðan:

Þórir Örn Grétarsson 6 réttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir 6 réttir

Eiríkur Jónsson 6 réttir

Ragnhildur Loftsdóttir 6 réttir

Steindór Guðmundsson 5 réttir

Guðmundur Arnarsson 5 réttir

Ágúst Sigurðsson 5 réttir

Flosi Ólafsson 4 réttir

Sigurður Örn Ágústsson 4 réttir

Finnbogi Geirsson 2 réttir

 

Við elskum ykkur öll og vitum það að þið elskið hamborgarna okkar. Til að koma á móts við þá sem vilja gera vel við sig með borgurunum okkar og bestu frönskum í heiminum…. þá bjóðum við nú ALLA nautaborgara af matseðlinum okkar á 30% afslætti í take away !!! Hringdu inn pöntun eða kíktu við þegar þú átt erindi í Smáralind og við smellum borgurum í take away kassa og poka og þú ert „good to go“ og borðar þetta grímulaust heima🙂
Pantaðu í síma 558 5500

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<