Titilhafar Geysis árið 2021

  • 22. janúar 2022
  • Fréttir
Hestamannafélagið Geysir verðlaunar frábæran árangur félagsmanna
Frábær árangur knapa og ræktenda í hestamannafélaginu Geysir var á árinu 2021. Þar sem ekki hefur verið hægt að halda samkomu til að afhenda verðlaunagripina fyrir frábæran árangur 2021 var ákveðið að keyra þá út og afhenda hverjum titilhafa sinn grip.
Meðfylgjandi er listi og myndir yfir alla þá sem hlutu verðlaunagripi.

Knapi ársins: Elvar Þormarsson
Íslandsmeistari í gæðingaskeiði 2021. Var í toppbaráttu í þeim keppnum sem hann tók þátt í á árinu, hvort sem talið er íþróttakeppni eða gæðingakeppni. Alhliðaknapi með frábæran árangur á árinu.

 

Íþróttakanpi ársins: Ólafur Andri Guðmundsson
Staðið sig frábærlega á árinu. Sigraði í fimmgangi á WR íþróttamóti Geysis, einnig var hann í a-úrslitum á Reykjavíkurmótinu og Íslandsmótinu á Hólum, allt á Kolbak frá Litla-Garði. Einnig var hann í b-úrslitum í T2 á Íslandsmótinu á Hólum á Öskju frá Garðabæ. Þetta ásamt öðrum frábærum árangri á árinu.

 

Gæðingaknapi ársins: Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson
Sigraði gæðingamót Sleipnis, var 3 á WR gæðingamóti hjá Sörla og í a-úrslitum á öðrum mótum.

 

Ungmenni ársins: Ragnar Rafael Guðjónsson
Ragnar hefur staðið sig vel á árinu, verið í úrslitum á þeim mótum sem hann hefur tekið þátt í. Duglegur og drífandi knapi sem á framtíðina fyrir sér.

 

Skeiðskálin: Sæmundur Þorbjörn Sæmundsson
Gerði góða spretti í þeim fjölmörgu kappreiðum sem hann keppti á og komst oft í verðlaunasæti á hestinum Seyð frá Gýgjarhól.

 

 

Heimahagabikarinn: Katrín Sigurðardóttir
Sigraði í tölti T3 á WR íþróttamóti Geysis, ásamt því að vera í toppbaráttu í örðum mörgum greinum á þeim mótum sem hún keppti á í sumar. Einnig frábær árangur og í topp baráttu í flestum greinum í Áhugamannadeildinni og Suðurlandsdeildinni síðasta vetur.

 

 

Mjölnirsbikar: Leó Geir Arnarsson og Matthildur frá Reykjavík. Einkunn 8,17

 

Keppnishestabú ársins: Hemla II
Frábær keppnisárangur hjá hrossum frá Hemlu II á árinu. Má þar nefna tvær hryssur þær Hátíð Hemlu II og Kötlu frá Hemlu II. Katla stendur efst á stöðulista í fimmgangi F1 yfir árið með 7,73 í einkunn sem hún fékk á Íslandsmótinu á Hólum. Hátíð er í 3-4 sæti á stöðulista í tölti T1 með 8,70 í einkunn. Báðar þessar hryssur voru í toppbaráttu á sterkustu mótum landsins á árinu.

 

Ræktunarbú ársins: Hemla II
Hrossaræktarbúið Hemla II fékk tilnefningu til Ræktunarbús 2021 á landsvísu. Fjögur hross úr ræktun Hemlu II eru í útreikningum sem notaðir eru til viðmiðunar þeirri tilnefningu. Fyrst ber að nefna Kötlu frá Hemlu II með 8,77 í einkunn. Jöfri frá Hemlu II með 8,29 í einkunn, Fanndís frá Hemlu II með 8,23 og að lokum Kveikju frá Hemlu II aðeins 4 vetra gömul með 8,06 klárhryssa þar af einkunnina 9 fyrir tölt, brokk og samstarfsvilja.

 

 

4 vetra hryssur: Kveikja frá Hemlu II
Sköpulag 7,95, Hæfileikar 8,12, Aðaleinkunn 8,06
Ræktandi Vignir Siggeirsson

 

 

4. vetra stóðhestar: Draupnir frá Holtsmúla.
bygg: 8,44, hæf 7,96, aðaleinkunn 8,13
Ræktendur eru Úrvalshestar. Svanhildur Hall og Þórir Magnús Lárusson

 

5. vetra stóðhestar: Sóli frá Þúfu í Landeyjum.
bygg 8,57, hæf 8,35, aðaleinkunn 8,43
Ræktendur Guðni Þór Guðmundsson og Anna Berglind Indriðadóttir

 

5. vetra hryssur: Sandra Líf frá Álfhólum.
bygg 8,14, hæf 8,30, aðaleinkunn 8,25
Ræktendur Sara Ástþórsdóttir, Inga Dröfn Sváfnisdóttir, Sigurður Tryggvi Sigurðsson, Róbert Veigar Ketel

 

 

6. vetra hryssur: Dimma frá Hjarðartúni.
bygg 8,46, hæf 8,61, aðaleinkunn 8,56
Ræktandi Óskar Eyjólfsson

 

6. vetra stóðhestar: Pensill frá Hvolsvelli.
bygg 8,98, hæf 8,32, aðaleinkunn 8,55
Ræktendur eru Ásmundur Þór Þórisson og Helga Friðgeirsdóttir

Pensill hlaut líka stóðhestabikarinn en hann er hæsti stóðhestur ræktaður og í eigu Geysisfélaga

 

 

7. vetra og eldri stóðhestar: Askur frá Holtsmúla.
bygg 8,22, hæf 8,55, aðaleinkunn 8,44
Ræktendur eru Úrvalshestar. Svanhildur Hall og Þórir Magnús Lárusson

 

7. vetra og eldri hryssur: Katla frá Hemlu II.
bygg 8,56, hæf 8,88, aðaleinkunn 8,77
Ræktendur Vignir Siggeirsson og Anna Kristín Geirsdóttir

 

Hryssubikarinn
Hæsta hryssa ræktuð og í eigu Geysisfélaga er: Happadís frá Strandarhöfði
bygg 8,40, hæf 8,61, aðaleinkunn 8,54
Ræktandi er Stella Sólveig Pálmadóttir

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar