„Tottenham vinnur ekki 2 leiki í röð og fara varla að byrja á því núna“
Þá er komið að tuttugustu og sjöttu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.
Í síðustu umferð var það Ingibjörg Guðmundsdóttir sem var með sex rétta, en hún á 2 frestaða leiki inni.
Tippari vikunnar er Jón Björnsson, framkvæmdastjóri hjá Hreinsitækni.
Jón er Liverpool maður mikill.
Spá Jóns er eftirfarandi
Arsenal 3–0 Bournemouth
Arsenal vinnur þennan leik örugglega.
Aston Villa 1–0 Crystal Palace
Aston Villa vinnur.
Brentford 1–2 Fulham
Fulham er ofar í töflunni ég spái þeim sigri og Mitrovic skorar.
Brighton 1–0 West Ham
Ætli Brighton vinni ekki. Sennilega 1 – 0.
Chelsea 2–0 Leeds
Chelsea verður að vinna þennan leik og gera það 2 – 0.
Liverpool 1–1 Manchester United
Liverpool er eins og Chelsea upp við vegg og verður að vinna þennan leik. Held samt að hann United nái jafntefli í þetta sinn.
Manchester City 2–0 Newcastle
City vinnur.
Nottingham Forest 0–0 Everton
Þetta er alvöru botnslagur sem eflaust endar með jafntefli 0 – 0 eða 1 -1. Ráðlegg engum að horfa á þennan leik.
Southampton 1–2 Leicester
Southampton tapar þessum leik eftir skellinn í bikarnum.
Wolves 2–1 Tottenham
Wolves rífur sig í gang eftir skellinn á móti Liverpool. Tottenham vinnur ekki 2 leiki í röð og fara varla að byrja á því núna.
Staðan:
Ásmundur Ernir Snorrason 7 réttir
Guðmundur Björgvinsson 6 réttir
Þorvaldur Kristjánsson 6 réttir