Tippari vikunnar „Við stelpurnar nennum ekkert að horfa á Man Utd eftir að Ronaldo hætti með liðinu“

  • 24. febrúar 2023
  • Fréttir
Tippari vikunnar er Ingibjörg Guðmundsdóttir

Þá er komið að tuttugustu og fimmtu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.

Í síðustu umferð var það Sigursteinn Sumarliðason sem var með þrjá rétta.

Tippari vikunnar er Ingibjörg Guðmundsdóttir, hún starfar í ferðaþjónustu og er mikill poolari.

 

Spá Ingu:

 

AFC Bournemouth 1-4 Manchester City

Þessi leikur fer eins og síðustu leikirnir milli þessara liða – Manchester City tekur þetta með 1-4 sigri, Ég held að Erling Haaland nr 9 sem er geggjaður gaur muni brillera !

Crystal Palace 1–2 Liverpool

Klopparinn mun ekkert klikka á uppstillingunni frekar en áður – hinn Egypski Salah mun setja amk 1 og leikurinn fer 1-2 fyrir Liverpool.

Everton 2-1 Aston Villa

Hér verður heimasigur. Jafn leikur en Aston Villa mun ná að pota einum inn.

Fulham 1–1 Wolverhampton

Hérna hangi ég í jafntefli þó svo Fulham sé líklegra miðað við stöðuna í deilidinni.

Leeds United  1-0 Southampton

Jæja – botnliðin tvö? Tek heimasigur á þennan – Leeds vinnur.

Leicester City 0–3 Arsenal

Toppliðið sigrar á útivelli. Það er ekkert lið að stoppa þá núna enda geðheilsa Vidda í góðu standi þessa dagana og hættur að  mæta á KFC, Jóna Magga er komin með nóg eftir síðustu sigra! Ég ætla að gefa Saka eitt mark þarna – hann á eftir að vera ein helsta stjarna Arsenal næstu árin, ef þeir selja hann ekki

Manchester United 3–1 Brentford

Hér er heimasigur hjá United en nöfnurnar Hulda Gústafs og Finns báðu mig um að halda heimilislífinu í lagi þessa helgina, Tóti og Hinni eru eitthvað viðkvæmir fyrir tapi. Við stelpurnar nennum ekkert að horfa á Man Utd eftir að Ronaldo hætti með liðinu.

Newcastle United 2-1 Brighton & Hove Albion

Annar heimasigur hér, 2-1 fyrir NewCastle þeir töpuðu síðasta leik og nú er komin nokkur pressa á þá.

Tottenham Hotspur 2–1 Chelsea

Og svei mér ekki þá að Tottenham Hotspur taki þennan heima 2-1 bara af því að Eyrún systir heldur með Tottenham og Kane er í essinu sínu í þessum leik.

West Ham United 2-1 Nottingham Forest

West Ham fer með heimasigur, það eru ansi milkil afföll hjá Nottingham svo leikurinn fer 2-1. Woods setur annað markið.

Staðan:

Sigurður Matthíasson 7 réttir

Ásmundur Ernir Snorrason 7 réttir

Þórarinn Ragnarsson 7 réttir

Guðmundur Björgvinsson 6 réttir

Þorvaldur Kristjánsson 6 réttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar