Tippari vikunnar „Hulda Geirs mun ekki einu sinni hugsa inn í þvottahús“

  • 3. febrúar 2023
  • Fréttir
Tippari vikunnar er Jóhann Kristinn Ragnarsson

Þá er komið að tuttugustu og annari umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu. Í síðustu umferð var það Erlendur Árnason sem var með fimm rétta.

Tippari vikunnar er Jóhann Kristinn Ragnarsson tamningamaður, reiðkennari og hrossaræktandi að Pulu í Holtum.  Jóhann er stuðningsmaður Liverpool.

 

Spá Jóhanns er eftirfarandi:

 

Chelsea 1-0 Fulham
Það hefur ekki gengið vel hjá Potter og hans mönnum hjá Chelsea, en ég held að þeir taki Fulham í þetta skiptið.

 

Everton 0-4 Arsenal
Það verður markaveisla í bláa helmingnum í Liverpool borg en ekki fyrir Everton liðið. Þetta verður auðveldur leikur fyrir Arsenal menn. Hulda Geirs mun ekki einu sinni hugsa inn í þvottahús.

 

Brighton 3-1 Bournemouth
Brighton hefur verið á mikilli siglingu á þessu ári og á eftir að eiga auðveldan leik á móti Bournemouth sem hefur ekki unnið síðustu 7 leiki

 

Man United 2-0 Cristal Palace
Man United vinna 2-0 þeir eru búnir að vera ágætir upp á síðkastið. Mér líður samt alltaf betur þegar þeir eru lélegir.

 

Wolves 1-3 Liverpool
Ætli Wolves setji ekki 1 mark eftir 4 min og verði þannig fyrri hálfleikinn en eftir vel valin orð frá Klopp þá vakna mínir menn og setja 3 í seinni hálfleik.

 

Aston Villa 1-0 Leicester
Verður baráttu leikur.

 

Brentford 2-1 Southampton
Southampton eru ekki búnir að vera góðir í vetur og falla lóðrétt niður um deild og munu tapa leiknum 2-1

 

Newcastle 3-1 West Ham
Newcastle er búið að vera flott í vetur og munu vinna West Ham

 

Nottingham Forsest 0-0 Leeds
Verður stál í stál jafntefli niðurstaðan

 

Tottenham 2-3 Man City
Stórleikur helgarinnar. Kane mun setja bæði fyrir Tottenham en Haaland mun setja í enn eina þrennuna og gera út um leikinn

 

 

Staðan:

Sigurður Matthíasson 7 réttir

Ásmundur Ernir Snorrason 7 réttir

Þórarinn Ragnarsson 6 réttir

Guðmundur Björgvinsson 6 réttir

Þorvaldur Kristjánsson 6 réttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar