Vegur á leið til Finnlands

  • 19. september 2021
  • Fréttir

Vegur frá Kagaðarhóli og knapi hans Þórarinn Eymundsson

Vegur frá Kagaðarhóli er á leið til Finnlands en þau Veera Sirén og Arnór Dan Kristinsson hafa keypt hestinn. Þau eiga búgarðinn Hirshaga sem er í suðurhluta Finnlands um klukkustund frá Helsinki.

Í samtali við Eiðfaxa sögðu þau Arnór og Veera að Vegur yrði keppnishestur hjá þeim, tæki við af Jarli frá Mið-Fossum, og stefnan yrði tekin á næsta norðurlanda- og heimsmeistaramót. Eftir að það spurðist út að hesturinn væri á leið til Finnlands hefur honum verið sýndur mikill áhugi til undaneldis og síminn varla stoppað hjá þeim.

Vegur var hæst dæmdi hesturinn á Íslandi í fyrra þegar hann hlaut 8,81 í aðaleinkunn, 9,03 fyrir hæfileika og 8,39 fyrir sköpulag. Vegur hlaut m.a. 9,5 fyrir hægt tölt, tölt og vilja og 9,0 fyrir skeið, fegurð í reið og stökk. Vegur verður hæst dæmdi stóðhesturinn í Finnlandi.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar