Vorkvöld í Reykjavík – Gleðilega hátíð!

  • 8. maí 2021
  • Fréttir

Vorkvöld í Reykjavík – Ræktunardagur Eiðfaxa fer fram í Víðidalnum í dag og hefst klukkan 17:00.

Dagskrá dagsins í heild sinni mun birtast hér á vef Eiðfaxa um hádegisbil.

Dagurinn verður sendur út í beinu streymi og hægt er að tryggja sér aðgengi nú þegar og fara að undirbúa sig fyrir daginn. Aðgangur að streymi kostar 16 evrur.

Áhorfendur geta mætt á svæðið með sóttvarnir í huga og þær takmarkanir sem í gildi eru. Mælst er til að fólk haldi sig í bílum sínum en auk þess verða sóttvarnarhólf í brekkum ef fólk vill stíga út úr bifreiðunum.

Unglingadeild Fáks mun sjá um að innheimta aðgangseyri ,1.500 krónur, en frítt er inn fyrir börn 12 ára og yngri.

Safír frá Mosfellsbæ skartar einkunninni 10,0 fyrir brokk og 9,5 fyrir fegurð í reið og fet. Hann er með 8,42 fyrir sköpulag, 8,58 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,51. Sigurður Vignir Matthíasson er í stuði og ætlar að sjálfsögðu að láta Safír dansa í kvöld á sínum heimavelli.

Safír frá Mosfellsbæ og Siggi Matt

Þessi Stórgæðingur er hluti af þeim frábæru hestum sem við fáum að njóta í veðurblíðunni í dag.

Góða skemmtun

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar