Yngri hliðin – Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

  • 11. apríl 2021
  • Fréttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins. Signý Sól Snorradóttir var síðust til svara og skoraði hún á Gyðu Sveinbjörgu Kristinsdóttir sem tók að sjálfsögðu áskoruninni. Hér fyrir neðan má finna svör Gyðu sem og nafn þess sem hún skorar næst að sýna á sér hina hliðina en hver það er kemur í ljós neðst í fréttinni.

 

Fullt nafn? Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Gælunafn? Gyða Sveina eða Gyðan

Hestamannafélag?  Sleipnir

Skóli? Stúdent frá Fjölbrautarskóla Suðurlands

Aldur? 20 ára

Stjörnumerki? Fiskur

Samskiptamiðlar? Instagram, Snapchat og Facebook

Uppáhalds drykkur? Pepsi Max

Uppáhalds matur? sesam kjúklingurinn hans pabba

Uppáhalds matsölustaður? Local

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Love Island

Uppáhalds tónlistarmaður? Herra hnetusmjör

Fyndnasti Íslendingurinn? Ari Eldjárn

Uppáhalds ísbúð? Ísbúð Huppu

Kringlan eða Smáralind? Smáralind

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Drauminn á Huppu -jarðarber + hindber

Þín fyrirmynd? Mamma mín

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Hafþór Hreiðar Birgisson, hrossin eru alltaf svo góð hjá honum.

Sætasti sigurinn? Sigur í Tölti T1 ungmennaflokki á Reykjarvíkurmóti 2020 á merinni minni Skálmöld frá Eystra-Fróðholti, hún var bara 100% með mér og ég fann bara hvað hún var tilbúin að gera allt fyrir mig.

Mestu vonbrigðin? Ég var að keppa í forkeppni í tölti á Reykjarvíkurmóti 2019 og stefndi að sjálfsögðu á toppinn… var búin að sýna hægt tölt og var að leggja af stað í fyrstu hraðabreytinguna en þá sér merin mín vatnslínu í vellinum og verður svo sjónhrædd að hún tekur hástökk yfir hana… það var virkilega svekkjandi.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Selfoss

Uppáhalds lið í enska boltanum? Liverpool

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Ófeig Frá Flugumýri. Hann er í blóðlínunni hjá mínu allra besta keppnishrossi og ég væri til í að reyna rækta fleiri svoleiðis gæðinga.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Úff það eru svo ótrúlega margir efnilegir og flottir knapar núna að ég bara get ekki valið

Fallegasti hestamaður/kona á landinu? Rósa Kristín Jóhannesdóttir

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Mér finnst alltaf mjög gaman að sjá Söru Sigurbjörnsdóttur á baki, hrossin alltaf vel upp sett hjá henni.

Besti knapi frá upphafi? Sigurbjörn Bárðason

Besti hestur sem þú hefur prófað? Mér fannst gaman að sitja hann Lukku-Láka frá Stóra-Vatnsgarði.

Uppáhalds staður á Íslandi? Hesthúsið

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Bursta tennurnar og hlusta á eitthvað róandi.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Nei ekki mikið en stundum stórmótum í fimleikum.

Í hverju varstu lélegust í skóla? Stærfræði

Í hverju varstu best í skóla? Sennilega Dönsku

Vandræðalegasta augnablik? Ég var búin að ríða hálfan hring á hægu tölti á fyrsta vetrarmótinu mínu hjá Sleipni og var ný flutt á Selfoss þegar hrossið mitt tekur uppá því að blind rjúka útaf vellinum.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Rósu Kristínu Jóhannesdóttur, Hafþór Hreiðar Birgisson og Signý Sól Snorradóttur

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Ég er Íslandsmeistari á dýnu í stökkfimi í fimleikum.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Kristinn í Skarði. Ég vann eitt sumar hjá þeim á Árbæjarhjáleigu og þetta var í fyrsti staðurinn sem ég hef nokkurntíman unnið á og ég var alveg skíthrædd að hitta hann Kristinn í fyrsta skipti þvi mér fannst hann líta út fyrir að vera grumpy gamall kall… en komst síðan fljótt að því að hann er algjör yfirburðar meistari.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Ég myndi spyrja hestana mína hvað þeir séu að hugsa og hvort þeim líði vel.

 

Ég skora á Hafþór Hreiðar Birgisson 

Yngri hliðin – Egill Már Þórsson

Yngri hliðin – Arnar Máni Sigurjónsson

Yngri hliðin – Þorgils Kári Sigurðsson

Yngri hliðin – Sigurður Steingrímsson

Yngri hliðin – Jón Ársæll Bergmann

Yngri hliðin – Þorvaldur Logi Einarsson

Yngri hliðin – Júlía Kristín Pálsdóttir

Yngri hliðin – Signý Sól Snorradóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar