Forkeppni í Fjórgangi unglinga og ungmenna lokið

  • 10. ágúst 2022
  • Fréttir

Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir á Heiði

Fjórgangur V1 unglinga og ungmenna fór fram í morgun á Norðurlandamótinu í hestaíþróttum.
Í unglingaflokki reið Embla Lind Ragnarsdóttir góða sýningu og endaði í 3. Sæti eftir forkeppni. Embla Lind er því í fínum málum eftir forkeppni í unglingaflokki og ríður tvenn A-úrslit á sunnudaginn, í T1 og V1.
Í ungmennaflokki gerðu Hákon Dan Ólafsson á Viktori frá Reykjavík og Matthías Sigurðsson á Roða góða hluti og eru jafnir í 2-3 sæti með 6,63 í einkunn.
Guðmar Hólm Ísólfsson á Kjarki frá Lækjarmóti II eru svo í B-úrslitum með 6,47 í einkunn, enduðu í 7. Sæti forkeppninnar.
Fjórgangur fullorðinna hefst klukkan 12:40 að staðartíma, og þar er það Jakob Svavar Sigurðsson á Hálfmána frá Steinsholti sem keppir fyrir Íslands hönd og hann er númer 20 í rásröð fjórgangsins.
Dagskráin í dag endar svo með keppni í gæðiðngaskeiði í öllum flokkum.
Í ungmennaflokki eigum við þrjá fulltrúa í keppni, og það eru þær Glódís Rún, Hulda María og Hekla Rán.
Í fullorðinsflokki er það Sigurðu Vignir Matthíasson sem fer fyrir okkar hönd.
Við fylgjumst með og greinum frá gangi mála í dag.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar