WR Íþróttamót Sleipnis og fyrstu skeiðleikar

  • 26. apríl 2024
  • Fréttir
Skráning er hafin á opna WR Íþróttamót Sleipnis og fyrstu skeiðleika Skeiðfélagsins í ár.

Hið árlega opið WR Íþróttamót Sleipnis verður haldið dagana 15-19.maí næstkomandi á Brávöllum. Ásamt íþróttamótinu mun Skeiðfélagið hefja sína fyrstu Skeiðleika ársins sem eru einnig world ranking. Íþróttamótið er opið mót með þeim takmörkunum og hámarksfjölda keppenda í hverri grein að undanskildum Skeiðleikum og einnig í ár mun ekki vera takmarkaður fjöldi í unglinga- og barnaflokki. Fari svo að mikil skráning verður gæti mótið dregist yfir á mánudaginn 20.maí.

Skráning hefst föstudaginn 26. apríl og stendur út 10.maí. Skráning fer í gegnum sportfeng og velja þarf Sleipni sem aðildarfélag. Skráningargjöld eru 8.000 kr. í meistaraflokki, ungmennaflokki, 1. og 2. flokki. Í barna- og unglingaflokk og gæðingaskeiði eru þau 6.000 kr. og í skeiðgreinar eru þau 4.500 kr.

„Í fyrsta sinn munum við bjóða pollunum og pæjunum okkar til að koma og láta sjá sig. Á úrslitadegi munum við leyfa þeim að koma í hádegishléinu. Skráning fyrir þau fer í gegnum sportfeng, flokkur er pollatölt, en börn þurfa einnig að vera skráð í félag svo hægt er að skrá,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Allar afskráningar og aðrar fyrirspurnir , eða vandamál með sportfeng skal berast á ithrottamot@sleipnir.is

Hámarksskráning greina og greinar í boði eru eftirfarandi:

Meistaraflokkur

  • T1 40
  • V1 40
  • F1 30
  • T2 20
  • PP1 20

Ungmennaflokkur

  • T1 30
  • V1 30
  • F1 20
  • T2 15
  • PP1 15

1.flokkur

  • T3 25
  • V2 30
  • F2 20
  • T4 10
  • PP1 10

2.flokkur

  • T3 10
  • V2 10
  • T7 10
  • F2 10

Unglingaflokkur

  • T3
  • V2
  • F2
  • T4

Börn

  • T3
  • T7
  • V2

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar