Hin hliðin – Högni Fróðason
Áfram höldum við að kynnast hinni hliðinni á hestamönnum víðsvegar um heiminn. Síðast skoraði Jóhann Rúnar Skúlason á Högna Fróðason tamningamann, ræktanda og járningamann.
Það stóð ekki á svörum hjá Högna og hér fyrir neðan eru þau.
Fullt nafn: Högni fróðason
Gælunafn: Yfirleitt kallaður Högni Fróða
Starf: Ég stunda hrossarækt, tamningar og járningar. Svo er ég einnig mælingamaður á kynbótasýningum og fer í þau störf sem þarf.
Aldur: Ég er fæddur árið 1969 og er því 51 árs
Stjörnumerki: Ég er meyja
Hjúskaparstaða: Í sambúð
Uppáhalds drykkur: Fram yfir hádegi er það kaffi
Uppáhalds matur: Íslenskur matur
Uppáhalds matsölustaður: Eldhúsið heima
Hvernig bíl áttu: Ég á tvo bíla, svartan Chervolet Silverado og Mercedez Vito
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Spaugstofan
Uppáhalds tónlistarmaður: Ég myndi segja Jim Morrison
Fyndnasti Íslendingurinn: Laddi og Spaugstofan
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Hákarl, ef þú ættir hann til
Þín fyrirmynd: Eplið fellur ekki langt frá eikinni og því nefni ég pabba en hann er útsjónarsamur dugnaðarforkur.
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Það eru þeir sem að svindla
Sætasti sigurinn: Í hestamennskunni er það þegar ég sýndi Gimstein minn frá Íbishóli og sigraði tölt og fjórgang í unghestakeppni á Þýska meistaramótinu. Gaman að ná langt á hesti úr eigin ræktun.
Mestu vonbrigðin: Ég keppti sem unglingur á Fjórðungsmótinu í Reykjavík árið 1985 og var dæmdur úr leik þegar hesturinn setti einn fót út fyrir völlinn en hefði komist í úrslit miðað við einkunnir. Alli Aðalsteins var að þjálfa okkur á þessum tíma og ég man að hann varð alveg brjálaður og taldi þetta tittlingaskít.
Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Við strákarnir í dalnum heima við vorum djöfull magnaðir ég segi því Dalsbúarnir
Uppáhalds lið í enska boltanum: Ég horfi ekki mikið á það en ég held með Bítlaborginni og með Liverpool þar sem meistari Klopp er í fyrirrúmi
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Margir hestar sem koma til greina. Mig hefur t.d. alltaf langað að setjast á Hrímni frá Hrafnagili.
En ætli ég velji ekki Grímann frá Dalsgarði sem var keppnishestur minn þegar ég var ungur, algjör snillingur.
Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Ég þekki það ekki nógu vel en mjög margir eru efnilegirog ætla ég geri ekki upp á milli þeirra.
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Ég held að ef ég segði frá því lendi ég í veseni
Besti knapi frá upphafi: Þeir eru margir til góðir Gísli Gísla, Einar Öder heitinn, Jói Skúla. Mér fannst alltaf gaman að horfa á Reyni Aðalsteins og Tomma Ragg. Erfitt að gera upp á milli þessarra snillinga og fleiri knapa en margir eru hreint magnaðir.
Besti hestur sem þú hefur prófað: Það var mjög eftirminnileg stund þegar ég prófaði Óskastein frá Íbishóli fjögurra vetra gamlan.
Uppáhalds staður á Íslandi: Í Mosfellsdalnum heima
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Ég loka augunum
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég fylgist svona með hinu og þessu ekkert sérstakt. Maður hefur áhuga þegar það eru stórmót í gangi.
Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Ætli það hafi ekki verið mæting og íslenska
Í hverju varstu bestur/best í skóla: Í bókfærslu hjá Póra í laxnesi hann sagði að ég þyrfti ekki að mæta og gaf mér tíu strax, hlýtur að gefa til kynna að honum hafi þótt ég magnaður
Vandræðalegasta augnablik: Ég man það ekki.
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég myndi taka með mér Tóta í Dalsgarði, Sigga Óskars og Styrmi Snorra svo fylgir því þeir segja allir bleessaður maður þetta reddast það er ekkert sem stendur þeim í vegi
Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Að ég skuli hafa misst hárið
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Ég ætla að segja Jói Skúla, hann er ágætur inn við beinið
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Ég myndi Donald Trump að því „How do you feel now“.
Ég skora á Herbert Ólafsson (Kóka) að sýna á sér hina hliðina
Hin hliðin – Jóhann Rúnar Skúlason
Hin hliðin – Svavar Hreiðarsson
Hin hliðin – Kristín Lárusdóttir
Hin hliðin – Eysteinn Leifsson
Hin hliðin – Lilja Pálmadóttir
Hin hliðin – Andrea Margrét Þorvaldsdóttir