Hin hliðin – Daníel Jónsson

  • 2. desember 2020
  • Fréttir

Áfram höldum við að kynnast hinni hliðinni á hestamönnum víðsvegar um heiminn. Síðast skoraði Herbert „Kóki“ Ólafsson á Daníel Jónsson að sýna á sér hina hliðina.

Það stóð ekki á svörum hjá Daníel sem svaraði spurningunum af hreinskilni!

 

Fullt nafn:  Daníel Jónsson

Gælunafn: Danni

Starf: Hrossræktandi og hestamaður

Aldur: 44 ára

Stjörnumerki: Ljón

Hjúskaparstaða: í samúð

Uppáhalds drykkur: ískaldur bjór og íslenskt vatn

Uppáhalds matur: saltkjöt og baunir

Uppáhalds matsölustaður:  Eldhúsið hjá Kóka í Hrafnsholti

Hvernig bíl áttu: Land Cruiser 200

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Meistaradeildin í fótbolta

Uppáhalds tónlistarmaður: Tina Turner og Michael Jackson

Fyndnasti Íslendingurinn: Þór Kristjánsson

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: jarðarber, tromp og þrist

Þín fyrirmynd: Faðir minn traustur, duglegur og heiðarlegur. Kóki er líka alltaf hress og jákvæður.

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: 

Sætasti sigurinn: Engin sætastur

Mestu vonbrigðin: Þegar ég er á klósettinu og það er ekki til klósettpappír

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Valur

Uppáhalds lið í enska boltanum: Chelsea

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Eldjárn frá Hvassafelli, alvöru íslenskur gæðingur sem ennþá stendur tímans tönn

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Ólafur „Draumur“ Ásgeirsson

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Hermann Arason

Besti knapi frá upphafi:  Útfrá árangri þá er það Sigurbjörn Bárðarsson, útfrá tilfinningu og reiðmennsku þá er það Albert Jónsson

Besti hestur sem þú hefur prófað: að öllum öðrum ólöstuðum er það Spá frá Eystra-Fróðholti

Uppáhalds staður á Íslandi: Landmannaafréttur

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: loka augunum

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: já mikið

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: öllu

Í hverju varstu bestur/best í skóla: engu

Vandræðalegasta augnablik:  Svo mörg !

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju:  Kóka ólasson, Ársæll Jónsson og Magnús Benediktsson

Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: brjálaður úr metnaði

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Erlingur Erlingsson. Snilldar knapi og mikill hestamaður

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja:  Kóki Ólason, hvernig ferðu að þvi að vera svona ?

 

Ég skora á vinkonu mína Auði Stefánsdóttir að sýna á sér hina hliðina.

Nípa frá Meðalfelli og Daníel Jónsson

 

Hin hliðin – Kóki Ólason

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar