Hin hliðin – Auður Stefánsdóttir
Áfram höldum við að kynnast hinni hliðinni á hestamönnum víðsvegar um heiminn, í síðustu viku skoraði Daníel Jónsson á Auði Stefánsdóttur að sýna okkur hina hliðina.
Auður tók að sjálfsögðu þessari áskorun. Góða skemmtun.
Fullt nafn: Auður Stefánsdóttir
Gælunafn: Á ekki gælunafn, það voru nokkur mátuð á mig þegar ég var yngri en ekkert festist.
Starf: Starfa hjá Icelandair sem flugfreyja og í þjálfunardeild
Aldur: 51
Stjörnumerki: Bogamaður
Hjúskaparstaða: Gift Hermanni Arasyni
Uppáhalds drykkur: Ískalt vatn
Uppáhalds matur: Ætli það sé ekki bara gott sushi
Uppáhalds matsölustaður: Sumac og Sushi Social
Hvernig bíl áttu: Landrover Discovery
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Gef mér lítinn tíma í að horfa á sjónvarp en allt hestatengt finnst mér skemmtilegt. Meistaradeildin í hestaíþróttum er frábært sjónvarpsefni. Mér finnst
líka „Venjulegt fólk“ bráðfyndnir þættir ekki skemmir að dóttir mín Hildur Vala leikur í þeim.
Uppáhalds tónlistarmaður: Ég er með mjög fjölbreyttan tónlistarsmekk. Finnst flest bara nokkuð gott nema mjög hart popp þar sem ég hvorki skil né heyri textann.
Fyndnasti Íslendingurinn: Það er Ari Eldjárn, magnaður húmoristi.
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Ég er ekki mikið fyrir ís en ætli ég gæti ekki þvælt í mig bragðaref með jarðarberjum, bláberjum og snickers.
Þín fyrirmynd: Það eru foreldrar mínir. Sterk, heiðarleg, vinnusöm, hláturmild og mikið skepnufólk. Er óskaplega þakklát fyrir allt það góða fólk sem ég hef haft í kringum mig.
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Ég ætlaði að segja enginn en það er bara alls ekki rétt, Hemmi er í þessum flokki ef honum gengur ekki vel.
Sætasti sigurinn: Það er 2. sætið í barnaflokki á Landsmótinu á Vindheimamelum árið 1982 á honum Elg mínum frá Hólum í Hornafirði. Frábær hestur með hornfirska lund. Ég reið
honum yfir Kjöl með mömmu og pabba og fólkinu í hesthúsinu og kepptum tveimur dögum eftir hestaferð. Gistum í tjaldi allt mótið og síðan var riðinn Sprengisandur til baka. Það var
bæði búið að finna upp bílinn og húsið á þessum tíma 😀
Mestu vonbrigðin: Mér finnst alltaf jafn erfitt að sjá eftir hrossum sem falla fyrir aldur fram. Við misstum fylfulla ræktunarhryssu fyrir rúmu ári. Það var erfitt.
Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Ég held ég segi bara Stjarnan.
Uppáhalds lið í enska boltanum: Þarna verð ég að játa mig sigraða. Ég hef mjög takmarkaðan áhuga á fótbolta en er alveg til í að mæta á völlinn uppá stemninguna.
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Það yrði Spuni frá Vesturkoti. Magnaður hestur sem hefur sannað sig bæði sem gæðingur og kynbótahestur.
Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Ég held ég segi systurnar Glódís Rún og Védís Huld á Sunnuhvoli.
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Það er bara hann Hemmi karlinn ��
Besti knapi frá upphafi: Úff þessi er erfið. Það er erfitt að nefna bara einn. Reynir Aðalsteinsson var magnaður, kom fræðslu og reiðmennsku á annað stig.
Besti hestur sem þú hefur prófað: Ég myndi segja gæðingurinn Týr frá Rappenhof þegar ég vann hjá Andreasi Trappe árið 1990. Hann varð heimsmeistari í tölti og fjórgangi árið 1991. Ég hafði aldrei séð eða riðið öðrum eins gæðing. Tinnusvartur, háfættur, þjáll og botnlaust rými.
Uppáhalds staður á Íslandi: Ásbyrgi. Pabbi er fæddur og uppalinn þarna rétt hjá í norðursýslunni og þangað liggur sterk taug. Reiðleiðirnar í Öxarfirði eru einstakar og náttúrufegurðin engu lík.
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Hlakka til morgundagsins.
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei, ég stunda aðrar íþróttir en fylgist ekki með öðrum íþróttum á miðlum.
Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Ég var léleg í þýsku.
Í hverju varstu bestur/best í skóla: Íþróttum, íslensku og sögu.
Vandræðalegasta augnablik: Það er nefnilega það, ég á þau reglulega. Bílinn minn hvarf skyndilega nú fyrir skemmstu. Það var mjög vandræðalegt. Var að leggja af stað heim úr hesthúsinu þegar ég ákvað að athuga hvort ég hefði ekki örugglega gengið almennilega frá hnakknum mínum. Ég kom út rúmri mínútu síðar og þá var bíllinn horfinn……..skömmin hafði lallað upp rampinn við hesthúsið og komið sér vel fyrir í barði fyrir aftan húsið. Það er aldrei hægt að treysta þessum bílum …….
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki Hermann Arason með mér og síðan Hermann Árnason til að sundríða í land. Fórum með honum í ferð í Mýrdalinn í fyrra og
hann er einstaklega laginn að finna vatn til að sulla í og magnaður að ríða vöð og lesa í landið. Magga Ben myndi ég hafa með til að sjá um góða tónlist og búa til stemningu.
Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Fékk vinnu sem sendill í Alþýðubankanum þegar ég var 14 ára. Fór reglulega á hjólinum mínu niður í Seðlabanka og sótti skiptimynt fyrir gjaldkerarana. Töskuna með seðlabúntunum hengdi ég á bögglaberann.
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Ég geri nú yfirleitt ráð fyrir að allir séu fyrirmyndar fólk. Finnst mjög gaman að fólki
sem hefur lúmskan húmor og tekur sig ekki of hátíðlega.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Ég held ég myndi spyrja storkinn hvort það hefði aldrei flögrað að honum
að fljúga aðeins lengra og sunnar á bóginn með mig.
Ég ætla að skora á Kára Steinsson að sýna á sér hina hliðina