Aðalheiður Anna og Óskar frábær í slaktaumatöltinu

  • 5. júlí 2020
  • Fréttir

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Óskar frá Breiðstöðum fóru mikinn í slaktaumatölti meistara og hlutu í einkunn 8,83 sem er með því hærra sem gefið hefur verið í þessari grein. í öðru sæti varð Gústaf Ásgeir Hinriksson sem er Reykjavíkurmeistari árið 2020 í þessari grein, hann sýndi Brynjar frá Bakkakoti og hlaut í einkunn 8,21 þá varð Jakob Svavar þriðji á Vallarsól frá Völlum með 8,00 í einkunn.

 

A-úrslit slaktaumatölt meistara

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir / Óskar frá Breiðstöðum 8,83
2 Gústaf Ásgeir Hinriksson / Brynjar frá Bakkakoti 8,21
3 Jakob Svavar Sigurðsson / Vallarsól frá Völlum 8,00
4 Eygló Arna Guðnadóttir / Nýr Dagur frá Þúfu í Landeyjum 7,58
5 Ólöf Rún Guðmundsdóttir / Skál frá Skör 7,54
6 Guðmundur Björgvinsson / Ópera frá Litla-Garði 7,42

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar