Æska Suðurlands – Skráning hafin á fyrsta mótið!

  • 27. febrúar 2020
  • Fréttir

Ungur Sleipnisknapi ljósmynd: Eiðfaxi

Mótaröðin Æska Suðurlands er samvinnuverkefni allra hestamannafélaga á suðurlandi, Sleipnir, Ljúfur, Háfeti, Smári, Logi, Trausti, Geysir, Sindri og Kópur. Mótaröðin er einungis fyrir félagsmenn í þessum hestamannafélögum.

Mótin eru eftirfarandi og hefjast öll kl 11:00.

1.mars á Flúðum, keppt verður í

-boðið uppá pollaflokk

-smali og þrígangur barna,

-smali og fjórgangur unglinga

15.mars á Selfossi, keppt verður í

-boðið uppá pollaflokk

-fimi og tölti T7 barna

-fimi og tölti T3 unglinga

29.mars Rangárhöllinni Hellu, keppt verður í

-boðið uppá pollaflokk

-hindrunarstökki og fjórgangi barna

-hindrunarstökki og fimmgangi unglinga

Skráning og skráningarfrestur verður nánar aulýstur síðar.

Skráning er hafin fyrir fyrsta mótið og fer fram á Sportfeng en ath að greinarnar eru með önnur nöfn þar.

Smali polla=pollatölt
Smali barna=flugaskeið 100m P2 barnaflokkur
Smali unglinga=flugaskeið 100m P2 unglingaflokkur
Þrígangur barna=tölt T3
Fjórgangur unglinga=fjórgangur V2

Það er gott að senda kvittun fyrir millifærslu á netfangið smarakrakkar@gmail.com með nafni keppenda.

 

Dagskrá yrði einhvernveginn svona en nánari tímasetningar verða birtar þegar við sjáum hversu mikil þátttaka verður:

Kl 9.00 húsið opnar

Kl 11.00 pollasmali, barnasmali og unglingasmali.
Í barna-og unglingaflokk eru tvö rennsli í smala og betri umferðin gildir.

Verðlaunaafhending

Hlé, veitingasala.

Þrígangur barna, 6 manna úrslit og svo verðlaunaafhending.

Fjórgangur unglinga, 6 manna úrslit og svo verðlaunaafhending

Við hvetjum sem flesta til að vera með og eiga stund saman.

Knapi má einungis mæta með einn hest í hverja grein.

Samanlagður sigurvegari í barnaflokki og unglingaflokki er stigahæðsti knapi úr 4 greinum. Keppi knapi í 5 eða 6 greinum þá gilda 4 bestu.

Til að fygjast með okkur þá endilega setja like á fésbókarsíðu mótaraðarinnar sem er „Æska Suðurlands“, þar má líka finna upplýsingar um smalabrautina og hindrunarstökkið ásamt fimi. Allt upplýsingar frá keppnum í mótaröðinni á síðasta ári, við munum nota sömu brautir í ár.

Hittumst hress og kát í mars.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar