„Ákvörðunin um að aflýsa HM óumflýjanleg“

  • 22. apríl 2021
  • Fréttir

Íslenska landsliðið í hestaíþróttum á HM 2019 í Berlín

Viðtal við Gunnar Sturluson

„Ég vil byrja á því að taka það fram að það eru mikil vonbrigði að hafa þurft að taka ákvörðunina um það að aflýsa Heimsmeistaramóti íslenska hestsins en sú ákvörðun var óumflýjanleg. Fram að þessu höfum við haldið að við gætum að minnsta kosti haldið streymisviðburð. Stjórn FEIF og skipuleggjendur mótsins setja öryggi þátttakenda og þeirra sem að mótinu koma í forgang með þessari ákvörðun.“ Segir Gunnar Sturluson Forseti FEIF í samtali við Eiðfaxa um aflýsingu HM, sem fara átti fram í Herning í Danmörku dagana 1.-8.ágúst.

Update on the World Championships for Icelandic Horses 2021 | FEIF

En af hverju er ákvörðunin tekin núna á þessum tímapunkti?

Við stóðum frammi fyrir því að það voru ótal óvissu þættir, tengdir faraldrinum, sem settu strik í reikninginn og höfðu áhrif á það hvort hægt væri að halda viðburðinn eða ekki. Covid-19 er á uppleið á ákveðnum svæðum í Evrópu og útgöngu bann ríkir víða. Það er því okkar mat að það sé of mikil óvissa um það hvort öll lið gætu, mættu eða jafnvel vildu taka þátt þegar að mótinu kæmi og hvort þau gætu yfir höfuð haldið íþróttamót í sumar til að velja í lið. Þetta er ótengt því hvort samkomutakmarkanir í Danmörku myndu leyfa það að halda mót. Svo er sú áhætta fyrir hendi að með litlum fyrirvara yrði svæðinu þar sem halda á mótið yrði lokað og það væri hrikalegt á miðjum risaviðburði sem búið væri að fjárfesta mikið í.“

Um hreina aflýsingu er að ræða og verður næsta mót því haldið árið 2023 í Hollandi.

„Nú verðum við að byrja að láta okkur hlakka til Heimsmeistaramótsins árið 2023 sem fara á fram í Hollandi en sá undirbúningur er kominn á fullt skrið.“

Gunnar Sturluson forseti FEIF

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar