Bókin „Tölum um hesta“ komin í verslanir

  • 19. nóvember 2021
  • Fréttir

Bókakápan

Hjónin Benedikt Líndal og Sigríður Ævarsdóttir gefa út nýja bók.

Bókin, Tölum um hesta, eftir hjónin Benedikt Líndal tamningameistara og Sigríði Ævarsdóttur er komin í sölu en hægt er að nálgast bókina í Bónus, Nettó, Eymundsson og Baldvini og Þorvaldi, svo eitthvað sé nefnt. En þessi innihaldsríka og fallega myndskreytta bók er fyrir alla sem hafa áhuga á hestum.

Í bókinni er talað um hesta frá ýmsum sjónarhornum. Hjónin Benedikt Líndal tamningameistari, reiðkennari og hrossabóndi í Borgarfirði og Sigríður Ævarsdóttir hómópati manna og hesta, alþýðulistakona og jarðarmóðir, skrifa hér út frá hjartanu um reynslu sína af hestum og lífi sínu með þeim. Sagt er frá eftirminnilegum hestum og atvikum þeim tengdum og inn í frásögnina fletta þau fræðslu, sögum, ljóðum og því nýjasta uppgötvað hefur verið um hesta.

Útgefandi er Nýhöfn og í samtali við útgefanda segir hann bókina vera fá mjög góðar viðtökur enda frábær bók.

 

Um höfundana:

Sigríður Ævarsdóttir (Sigga) hefur stundað búskap með hross, kindur og geitur í meira en 30 ár.

Hún hefur lokið námi í lífrænum landbúnaði frá Landbúnaðarháskólanum Hvanneyri auk kennsluréttindanáms í Vistrækt (Permaculture Design). Hún er einnig menntuð sem hómópati frá College of Practical Homeopathy í London með viðbótarkúrs í hómópatíu fyrir hesta frá Institut Kappel Wüpperthal.

Benedikt Líndal (Benni),  er með A-reiðkennararéttindi og meistarapróf í tamningum frá FT.

Ferill hans sem atvinnumanns hófst árið 1973 og spannar nú rúmlega fjóra áratugi.

Benni vinnur með tamningatrippi og þjálfun lengra kominna hrossa auk þess að stunda kennslu hérlendis og erlendis. Á ferli sínum hefur hann með góðum árangri tekið þátt í mörgum af stærstu mótunum sem haldin eru fyrir íslenska hesta á Íslandi og víðar, s.s. Fjórðungsmót og Landsmót, Evrópu- og Heimsmeistaramót. Þá hefur hann og starfað sem reiðkennari við Landbúnaðarháskólana bæði á Hvanneyri og á Hólum.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar