,,Stefnir í skemmtilegt Meistaramót Íslands í gæðingakeppni“

  • 8. júlí 2020
  • Fréttir

Undrun frá Velli og Elvar Þormarsson í A-flokki á LM2016

Viðtal við Jón Þorberg formann GDLH

Meistaramót Íslands í gæðingakeppni fer fram á Rangárbökkum við Hellu helgina 17.-19.júlí. Keppt er í hinum hefðbundnu greinum gæðingakeppninnar.

Opið er fyrir skráningar en henni lýkur þann 14.júlí. Keppnisgjaldið er 6.000 krónur nema í barna- og unglinga flokki þar sem þátttökugjaldið er 4.000 krónur.

Mótið er haldið af GDLH í samstarfi við Hestamannafélagið Geysi. Í samtali við Jón Þorberg Steindórsson formann GDLH kom fram að engu verður til sparað í undirbúningi og utanumhaldi. ,,Mótið verður allt hið glæsilegasta og það má segja að þetta sé óformlegt Íslandsmót í gæðingakeppni og í hverri keppnisgrein verður krýndur gæðingameistari Íslands. Mótið er world ranking mót í gæðingakeppni en nú nýlega fóru öll aðildarlönd Feif af stað með world ranking lista undir forystu LH. Þetta útspil er þegar farið að vekja viðbrögð erlendis og þetta hefur kveikt ennþá meiri áhuga á gæðingakeppni sem hefur verið í sókn sérstaklega erlendis undanfarinn ár. Ég hvet því alla unnendur íslenska gæðingsins að taka þátt í skemmtilegu móti þann 17.-19. Júlí.“

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar