Föstudagspistill Hinna Sig

  • 6. nóvember 2020
  • Fréttir
54

Mig langar að segja ykkur sögu sem hefur veitt mér svo mikinn innblástur, aftur og aftur af því þegar ein af mínum stærstu hetjum sýndi fram á það hvernig á að setja sér alvöru markmið.

Kjell Enhager er einn af þeim alfærustu í heiminum þegar kemur að hugarþjálfun og hefur hjálpað  ótrúlegum fjölda fólks alveg rosalega mikið.

Kjell er heilmikill golfáhugamaður og var fyrir mörgum árum ráðinn til starfa hjá sænska golfsambandinu til þess að þjálfa sænska kvennalandsliðið í golfi. Markmiðið var býsna skýrt frá sambandinu, ”Gerðu þetta lið að besta golflandsliði í heimi” .

Áður en lengra er haldið ætla ég að útskýra grunnreglur í golfi fyrir ykkur lesendur góðir, því það skiptir máli í sögunni að þekkja hvernig það virkar.

Golf er frekar einfalt að sjá utanfrá: Maður á að nota kylfurnar til þess að slá golfkúlu í holu á sem fæstum höggum.

Keppnisvellir sem notaðir eru til iðkunar eru 18 holur. Á hverri holu er áhveðinn höggfjöldi sem er ”par”. Að fara holuna á pari er semsagt ”ideal result”, æskilegur höggfjöldi.

Það eru til par 3, par 4 og par 5 holur á vellinum, sem sagt á par 4 holu er æskilegur höggfjöldi 4 högg og boltinn kominn í holu. Einfalt?

Þegar maður reiknar saman par vallarins á þessum 18 holum á höggfjöldinn að verða 72 högg. Semsagt summan af pari er 72.

Par er reiknað þannig að það er ákveðinn höggfjöldi inn á flöt og svo er reiknað með tveimur púttum á flötinni til þess að klára. Sem sagt aftur á par 4 hölu eru það tvö löng högg og 2 pútt og þannig er parið reiknað.  Allir með ennþá????

Nú víkjum við aftur að sögunni, en þegar Kjell hitti stelpurnar í liðinu í fyrsta skiptið vildi hann byrja á því að fá þær til þess að hugsa stórt og trúa hvað er hægt þó það hafi ekki verið gert áður.

 Því að verða besta lið í heimi krefst þess að maður geri eitthvað sem maður hefur ekki gert, ja eða neinn annar. Ef maður gerir eins og hinir verður maður eins og hinir, hvorki betri né verri.

Hann byrjaði á því að setjast niður með hópnum og sagði ”Heyriði stelpur, par er ”ideal result”, hver ákvað að það ætti að þurfa tvö pútt?”

Þögn í hópnum

”Kommon stelpur ég vill nöfn! Hver ákvað þetta?”

Áfram þögn og þær litu á hver aðra og ypptu öxlum.

”Þið eigið ekki að treysta fólki sem þið þekkið ekki!!!! Eitt pútt er nóg!!!

Með einu pútti af á öllum brautum er búið að taka 18 högg af brautinni (eitt á hverri holu) 72-18= 54 högg!

”Nýtt par er 54 er það hægt? ”

Það fór kliður um salinn, þær hristu hausinn og töldu þennan nýja þjálfara gjörsamlega klikkaðann. Þetta er ekkert hægt.

”Ok stelpur ég vill spyrja ykkur aðeins, hver hérna inni hefur farið undir pari á 1. Braut á heimavellinum sem þið æfið ykkur á? ”

Allar réttu upp hönd

” Er einhver hérna sem hefur farið undir pari á braut nr 2?”

Allar réttu upp hönd

Svona hélt hann áfram í 18 brautir og allar höfðu þær farið undir pari á öllum brautum, bara ekki á sama tíma.

”Svo þetta eeeerr hægt”

”Ja þegar þú segir það svona”

”fræðilega hægt en það hefur enginn gert það….. ENNÞÁ”

” Ég er með eina spurningu enn, Ef par væri þá 54 högg, hver hérna inni væri ánægð með 72 högg?”

Engin rétti upp hönd!

það liðu 10 mínútur frá því að allar voru ánægðar með par þar til engin var sátt með par, og það eina sem Kjell gerði var að sá fræi um að það væri mögulega hægt.

Mér finnst það ekki bara sniðugt, heldur algjörlega snilldarlega gert.

Næsta er svo að fara að spá í það hvað þarf ég að gera til þess að ná nær þessu? Hver þarf ég að vera? Þarf ég nýjan búnað? Nýjar rútínur? Þarf ég að hætta einhverju sem er að tefja mig? Þarf ég að byrja á einhverju nýju? Betra umhverfi? Meiri ró? Minni ró?

Það liðu tvö ár þangað til Annika Sörenstam var fyrsta konan í heiminum sem fór undir 60 höggum, og liðið varð smátt og smátt að risaþjóð í kvennagolfinu með Anniku fremsta í flokki að öðrum ólöstuðum. Þetta byrjaði með því að sá fræi um hvað er kannski hægt!

Mín spurning til þín sem ert að lesa þetta og spá og velta þessu fyrir þér:

Hvar liggur þitt 54?

Ríðið vel og eigið góða helgi

Kv Hinni

 

 

Föstudagspistill 30. október

Föstudagspistill 23. október

Föstudagspistill 16. október

Föstudagspistill 9. október

Föstudagspistill 2. október

Föstudagspistill 25. september

Föstudagspistill 18. september

Föstudagspistill 11. september

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<