Frábæru Reykjavíkurmeistaramóti lokið

  • 5. júlí 2020
  • Fréttir
Viðar og Maístjarna stóðu efst í tölti meistara

Frábæru Reykjavíkurmeistaramóti er nú lokið. Mótið var eitt það stærsta sem haldið hefur verið í þeim skilningi að sjaldan eða aldrei hafa fleiri skráningar verið á íþróttamót hér á landi. Mótshaldarar eiga mikið lof skilið fyrir alla umgjörð á mótinu sem og keppendur sem stóðu sig með mikilli prýði. Þá skemmdi ekki fyrir að veðrið var allan tímann eins og best verður kosið.

Hér fyrir neðan má sjá niðurstöður frá þeim keppnisgreinum dagsins sem eftir átti að birta á vef Eiðfaxa.

Síðustu úrslit dagsins voru a-úrslit í tölti meistara en mikil eftirvænting var á meðal áhorfenda um það hver skildi bera sigur úr býtum enda um keppendur í fremstu röð að ræða.

Það fór þó svo að Viðar Ingólfsson og Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu stóðu uppi sem sigurvegarar í þessum mögnuðu úrslitum með einkunnina 8,94 og er jafnframt Reykjavíkurmeistari í tölti T1. Þá var Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir fjórgangssiguvegari í meistaraflokki á Óskari frá Breiðstöðum.

 

Tölt T1 Meistaraflokkur

Sæti     Keppandi          Heildareinkunn

1          Viðar Ingólfsson / Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II         8,94

2          Jóhanna Margrét Snorradóttir / Bárður frá Melabergi     8,72

3          Siguroddur Pétursson / Steggur frá Hrísdal         8,67

4          Jakob Svavar Sigurðsson / Konsert frá Hofi         8,50

5          Ragnhildur Haraldsdóttir / Vákur frá Vatnsenda  8,44

6          Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir / Kveikur frá Stangarlæk 1          7,89

 

Tölt T1 Ungmennaflokkur

A úrslit
Benjamín Sandur Ingólfsson er Reykjarvíkurmeistari

1 Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir / Skálmöld frá Eystra-Fróðholti 7,83
2 Bríet Guðmundsdóttir / Kolfinnur frá Efri-Gegnishólum 7,50
3 Benjamín Sandur Ingólfsson / Mugga frá Leysingjastöðum II 7,44
4 Viktoría Eik Elvarsdóttir / Gjöf frá Sjávarborg 7,33
5 Glódís Rún Sigurðardóttir / Stássa frá Íbishóli 7,28
6 Hafþór Hreiðar Birgisson / Rauður frá Syðri-Löngumýri 6,94a

 

Tölt T3 Meistaraflokkur

A úrslit
Hinrik Bragason er Reykjavíkurmeistari og jafnframt sigurvegari

1 Hinrik Bragason / Rósetta frá Akureyri 7,56
2 Siguroddur Pétursson / Eyja frá Hrísdal 7,50
3 Sylvía Sigurbjörnsdóttir / Rós frá Breiðholti í Flóa 7,33
4 Sara Sigurbjörnsdóttir / Terna frá Fornusöndum 7,22
5 Kristín Lárusdóttir / Strípa frá Laugardælum 7,00
6 Hinrik Þór Sigurðsson / Tíbrá frá Silfurmýri 0,00

 

Tölt T3 1. flokkur

A úrslit
Saga Steinþórsdóttir er Reykjavíkurmeistari og Vilborg Smáradóttir er samanlagður sigurvegari í 4 gangsgreinum

 

1 Sunna Sigríður Guðmundsdóttir / Nói frá Vatnsleysu 7,44
2 Saga Steinþórsdóttir / Mói frá Álfhólum 7,17
3 Edda Hrund Hinriksdóttir / Laufey frá Ólafsvöllum 6,94
4 Ólafur Guðni Sigurðsson / Garpur frá Seljabrekku 6,78
5 Vilborg Smáradóttir / Sigur frá Stóra-Vatnsskarði 6,67
6 Jón Steinar Konráðsson / Massi frá Dýrfinnustöðum 6,61

 

Tölt T3 Ungmennaflokkur

A úrslit
Ólöf Helga Hilmarsdóttir er Reykjavíkurmeistari

1 Bergey Gunnarsdóttir / Flikka frá Brú 6,56
2 Ólöf Helga Hilmarsdóttir / Heiða frá Skúmsstöðum 6,33
3 Annika Rut Arnarsdóttir / Spes frá Herríðarhóli 6,28
4 Unnur Lilja Gísladóttir / Eldey frá Grjóteyri 5,89
5 Birgitta Ýr Bjarkadóttir / Gustur frá Yztafelli 5,67

 

Tölt T3 Ungmennaflokkur

A úrslit
Ólöf Helga Hilmarsdóttir er Reykjavíkurmeistari

1 Bergey Gunnarsdóttir / Flikka frá Brú 6,56
2 Ólöf Helga Hilmarsdóttir / Heiða frá Skúmsstöðum 6,33
3 Annika Rut Arnarsdóttir / Spes frá Herríðarhóli 6,28
4 Unnur Lilja Gísladóttir / Eldey frá Grjóteyri 5,89
5 Birgitta Ýr Bjarkadóttir / Gustur frá Yztafelli 5,67

 

 

Tölt T3 Unglingaflokkur

A úrslit
Eygló Hildur Ásgeirsdóttir er Reykjavíkurmeistari

1 Benedikt Ólafsson / Biskup frá Ólafshaga 7,56
2 Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Garpur frá Skúfslæk 7,17
3 Guðný Dís Jónsdóttir / Roði frá Margrétarhofi 6,78
4 Rakel Gígja Ragnarsdóttir / Trygglind frá Grafarkoti 6,72
5 Sigurður Baldur Ríkharðsson / Auðdís frá Traðarlandi 6,56
6 Sara Dís Snorradóttir / Þorsti frá Ytri-Bægisá I 6,50

 

Tölt T3 Unglingaflokkur

A úrslit
Eygló Hildur Ásgeirsdóttir er Reykjavíkurmeistari

1 Benedikt Ólafsson / Biskup frá Ólafshaga 7,56
2 Hulda María Sveinbjörnsdóttir / Garpur frá Skúfslæk 7,17
3 Guðný Dís Jónsdóttir / Roði frá Margrétarhofi 6,78
4 Rakel Gígja Ragnarsdóttir / Trygglind frá Grafarkoti 6,72
5 Sigurður Baldur Ríkharðsson / Auðdís frá Traðarlandi 6,56
6 Sara Dís Snorradóttir / Þorsti frá Ytri-Bægisá I 6,50

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar