Gæðingamót og úrtaka Sleipnis, Ljúfs og Háfeta

  • 26. maí 2022
  • Fréttir

Einar Öder Magnússon og Glóðafeykir frá Halakoti unnu b flokkinn á Landsmóti 2012 en þeir kepptu fyrir hönd Sleipnis

Gæðingamót Sleipnis er sameiginleg úrtaka fyrir Sleipni, Ljúf og Háfeta

Gæðingamót Sleipnis, Ljúfs og Háfeta og úrtaka fyrir Landsmót 2022 fer fram dagana 4.-6. júní næstkomandi á Brávöllum á Selfossi. Skráning er hafin á www.sportfengur.com og stendur til og með sunnudeginum 29.maí.

Boðið er upp á tvær umferðir og verður fyrirkomulagið eftirfarandi:

Laugardagur 4.júní – Fyrri umferð í úrtöku í öllum greinum auk C-flokks og A-flokks Ungmenna.
Sunnudagur 5.júní – Seinni umferð í úrtöku.

Mánudagur 6.júní (Annar í Hvítasunnu) Úrslit í öllum greinum. Hæsta einkunn gildir til úrslita.

Skráningar:

  • Mótið heitir: Gæðingamót og úrtaka á Brávöllum
  • Seinni umferð úrtöku heitir: Úrtaka á Brávöllum – Seinni umferð
  • Skráning í seinni umferð er valkvæð og er skráning í hana opin en hægt er að skrá nú þegar og eftir að fyrri umferð lýkur fram til 20:00 á laugardagskvöldi.
  • Ekki er hægt að skrá hesta eða knapa í seinni umferð hafi þeir ekki tekið þátt í þeirri fyrriþátt í þeirri fyrri.
  • Inn á Landsmót gildir betri árangur hests eða knapa úr báðum umferðum.

Keppt verður í eftirfarandi greinum:

  • A flokkur gæðinga – kr. 6000
  • B flokkur gæðinga – kr. 6000
  • C flokkur gæðinga (ekki LM grein, aðeins fyrir minna vana, sjá reglur LH) – kr. 6000
  • Ungmennaflokkur – kr. 4000
  • Unglingaflokkur – kr. 4000
  • Barnaflokkur – kr. 4000

Kvittun fyrir millifærslu skal berast á motanefnd@sleipnir.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar