Hin hliðin – Kári Steinsson
Áfram höldum við að kynnast hinni hliðinni á hestamönnum víðsvegar um heiminn, í síðustu viku skoraði Auður Stefánsdóttir á Kára Steinsson að sýna okkur hina hliðina.
Kári tók að sjálfsögðu þessari áskorun.
Fullt nafn: Kári Steinsson
Gælunafn: Ekki svo èg viti
Starf: Hef starfað við flest sem við kemur hestamennsku ásamt því hef ég verið flugþjónn hluta úr ári síðustu 3 ár.
Aldur: 28 àra
Stjörnumerki: Krabbi
Hjúskaparstaða: Einhleypur
Uppáhalds drykkur: Moscow Mule og gott rauðvín
Uppáhalds matur: Allt sem mamma eldar
Uppáhalds matsölustaður: Eldhúsið hjá mömmu
Hvernig bíl áttu: Dodge Ram
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Big Bang Theory
Uppáhalds tónlistarmaður: Enginn einn uppáhalds í dag en þegar ég var yngri var það Björgvin Halldórsson.
Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann Sigfússon
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Bounty, Jarðaber og Toblerone
Þín fyrirmynd: Ég á mér margar fyrirmyndir. En frá því ég var lítill sem er nú svosem ekki svo langt síðan, hef ég horft mikið upp til Þorvalds Árna Þorvaldssonar hvað varðar reiðmennsku og var alltaf reglulega í reiðtímum hjá honum.
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Ég læt engan fara í taugarnar á mér.
Sætasti sigurinn: Sætasti sigurinn er ekki eitthver einn sigur eða titill heldur það að sjá hrossin úr okkar ræktun blómstra og ná árangri, tamin og þjálfuð af mér frá fyrsta degi er minn sætasti sigur.
Mestu vonbrigðin: Hestamennskan er full af vonbrigðum en þegar vel gengur þá er svo gaman að maður gleymir öllu sem ekki gekk upp.
Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Èg fylgist ekkert með fótbolta. Horfi ekki einu sinni á landsleiki.
Uppáhalds lið í enska boltanum: Sama svar og fyrir ofan.
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: María frá Feti er mér efst í huga, einstakur gæðingur sem fór alltof fljótt frá okkur.
Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Ég er búinn að vera svo heppinn að fá að aðstoða flotta og efnilega unga knapa undanfarin ár og get sagt með vissu að framtíðin er björt.
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Gunnar Guðbrandsson minn aðal aðstoðarmaður í hesthúsinu er allveg gullfallegur, allavega miðað við aldur og fyrri störf.
Besti knapi frá upphafi: Veit ekki með frá upphafi en eru ekki topparnir í dag Árni Björn, Jakob Svavar og Jóhann Rúnar
Besti hestur sem þú hefur prófað:
Verð að segja Topp 5
- Mæðgurnar María frá Feti og Líf frá Lerkiholti
- Klerkur frá Bjarnanesi
- Alfa frá Blesastöðum 1A
- Tígull frá Kleiva
Uppáhalds staður á Íslandi: Lerkiholt
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Fer yfir daginn í huganum og fer yfir verkefni morgundagsins og sofna yfirleitt útfrá því.
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei en ég fylgist aðeins með “Stór” hestamennsku þar að segja á þessum stóru mótum horfi ég oft á bestu fimm sýningarnar í Grand Prix Freestyle.
Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Stærðfræði
Í hverju varstu bestur/best í skóla: Ensku og Sögu(Ef ég las bókina) Stóð mig mjög vel í skóla þangað til hestamennskan heltók mig þá hvarf einbeitingin þar því miður.
Vandræðalegasta augnablik: Þau eru mjög mörg enda mjög vandræðleg manneskja. En enginn saga sem ég vil segja hér.
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: John Kristinn Sigurjónsson, Sigurstein Sumarliðason og Þórarinn Ragnarsson. Jonni myndi veiða í matinn, Sigursteinn er snilldar kokkur og við Þórarinn myndum halda uppi góðri stemningu.
Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Kannski ekki mjög “sturlaðar” staðreyndir en ég…
- Hef brennandi áhuga á flugvèlum og flestu sem viðkemur flugi.
- Kann eigilega ekkert að elda (En það stendur til að bæta úr því)
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Þórarinn Ragnarsson kemur mér sífellt á óvart. Bæði hvað hann er mikill topp maður og frábær hestamaður. Var aðeins stressaður áður en ég byrjaði að vinna með honum í Vesturkoti því ég var ekki viss um hvað mér fyndist um hann og þekkti hann lítið sem ekkert. En um leið og ég byrjaði áttaði ég mig á því að hann væri algjör snillingur.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Ég myndi vilja spyrja Isabell Werth einn mest verðlaunaða dressúr knapa frá upphafi hvort hún væri til í að koma til Íslands og halda reiðnámskeið.
Ég skora á Berg Jónsson.