Hrossaræktarbúið Katulabo fagnar 50 ára afmæli

  • 12. maí 2022
  • Fréttir

Kiljan fra Katulabo, knapi Tryggvi Björnsson

Stutteri Katulabo er í Danmörku

Það eru 50 ár frá því að ræktendur á Stutteri Katulabo, í Hundested í Danmörku hófu ræktun á íslenska hestinum en 1972 fengu þau undan Mjallhvíti fra Lækjardal, Kempu frá Katulabo, sem markar upphaf ræktunarinnar þar.

Það eru þau Bo og Maja Hansen sem eru á bakvið ræktunina í Katulabo en Bo Hansen hefur komið að sumum af stærstu viðburðunum sem haldnir eru í Danmörku m.a. WorldToelt.

Tímamótunum verður fagnað með þriggja daga móti sem hefst á morgun og stendur yfir alla helgina. Keppt verður bæði í gæðinga- og íþróttakeppni og síðan á laugardagskvöldinu verður haldin veisla.

Ræktunin hjá þeim Bo og Maja hefur gengið ágætlega en 50 hross eru sýnd frá búinu. Þekktastur er líklega Kiljan fra Katulabo en hann stóð annar í flokki 7 vetra og eldri stóðhesta á heimsmeistaramótinu í Berlín 2013. Hann var sýndur af Jóhanni R. Skúlasyni en Kiljan hlaut 8,79 fyrir hæfileika, 8,28 fyrir sköpulag og 8,58 í aðaleinkunn. Kiljan er undan Garra frá Reykjavík og Dagstjörnu fra Katulabo.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar