Samskipadeildin - Áhugamannadeild Spretts Lið Heimahaga efst

  • 4. febrúar 2022
  • Uncategorized @is

Lið Heimahaga stóð efst í liðakeppninni í gær eftir fjórganginn. Mynd: Anna Guðmundsdóttir

Staðan í liðakeppni Equsana deildarinnar eftir fyrsta kvöldið

Fjórgangskeppni Equsana deildarinnar fór fram í gær en Edda Hrund Hinriksdóttir sigraði fjórganginn á Aðgát frá Víðivöllum fremri. Edda Hrund keppti fyrir lið Heimahaga en liðið endaði á toppnum eftir kvöldið.

Staðan í liðakeppninni eftir fjórganginn er hægt að sjá hér fyrir neðan en lið Heimahaga leiðir með 116 stig en liðið vann liðakeppnina í fyrra. Liðsmenn Heimahaga eru Ásgeir Svan Herbertsson, Edda Hrund, Jóhann Ólafsson, Ríkharður Flemming Jensen og Sigurbjörn Viktorsson.

Á eftir liði Heimahaga er lið Vagna og Þjónustu með 91 stig en liðsmenn þar eru Auður Stefánsdóttir, Brynja Viðarsdóttir, Hermann Arason, Kristín Margrét Ingólfsdóttir og Vilborg Smáradóttir.

Í þriðja sæti eins og er er lið Ganghesta er liðsmenn eru Arnhildur Halldórsdóttir, Gunnhildur Sveinbjarnardóttir, Inga Cristina Campos, Jóna Margrét Ragnarsdóttir og Petra Björk Mogensen.

Staðan í liðakeppni Equsana deildarinnar eftir eina grein er eftirfarandi:

Heimahagi 116 stig
Vagnar og Þjónusta 91 stig
Ganghestar 86 stig
Kingsland 83 stig
Kidka 72,5 stig
Stjörnublikk 71,5 stig
Tölthestar 67 stig
Voot beita 63,5 stig
Hrafnsholt 61,5 stig
Pure North 60 stig
Límtré / Vírnet 58 stig
Hvolpasveitin 57,5 stig
Fleygur / Hrísdalur 53,5 stig
Smiðjan Brugghús 53,5 stig
Trausti fasteignasala 40,5 stig

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar