,,Mót sem þetta væri ekki gerlegt án sjálfboðaliða“

  • 6. júlí 2020
  • Fréttir

Hjörtur Bergstað ásamt Ragnhildi Haraldsdóttur sem þótti standa sig með prýði á Reykjavíkurmeistaramótinu og hlaut hún m.a. Reiðmennskuverðlaun FT á mótinu

Viðtal við Hjört Bergstað formann Fáks

Reykjavíkurmeistaramóti lauk í gærkvöldi en keppendur á mótinu voru alls 307 og skráningarnar voru rúmlega 800. Til þess að mót sem þetta geti orðið að veruleika reynir á sjálfboðaliða félaganna eins og raunin var á þessu móti.

,,Okkur fannst mótið ganga alveg eins og í sögu og höfum undan engu að kvarta enda veðrið okkur hliðhollt allan tímann og stemningin í Víðidalnum frábær. Ég vil nýta tækifærið og þakka öllum þeim sem gerðu þetta mót að veruleika og þá sérstaklega þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem að mótinu komu á margvíslegan hátt. Án þessarra aðila væri ekki hægt að halda jafn glæsilegt mót og það sem kláraðist í gærkvöldi eftir 7 langa daga. Það er gaman að segja frá því að mótanefnd Fáks fékk til liðs við sig öflug fyrirtæki sem gáfu glæsilega vinninga sem voru svo dregnir út í gær til handa sjálfboðaliðum.“ Sagði Hjörtur Bergstað formaður Fáks í samtali við blaðamann Eiðfaxa.

Nú hefur verið dregið úr nöfnum sjálfboðaliða og hér fyrir neðan má sjá vinningshafana lukkulegu, gefendur vinninga og hvaða vinningar voru í pottinum.

 

Happdrætti starfsfólks Reykjavíkurmeistaramóts  
Nafn Vinningur Gefandi
Hrafnhildur Jónsdóttir Snyrtivörur fyrir hestinn Hall heildverslun
Hrund Ásbjörnsdóttir Gjafakarfa með nammi og iittala Ásbjörn Ólafsson heildverslun
Svandis Beta Gjafabréf að verðmæti 30.000 kr. Icelandair
Arna Birgisdóttir BITZ salt og piparkvarnir Ásbjörn Ólafsson heildverslun
Anna Magnusdóttir Hamborgarartilboð Skalli Hraunbæ
Arna Kristjansdóttir Andadúnskoddi Dún & fiður
Sjöfn Kolbeins Gjafabréf fyrir málningu að verðmæti 15.000 kr. Slippfélagið
Þordis Olafsdóttir Snyrtivörur fyrir hestinn Hall heildverslun
Sæmundur Olafssson Delux grillveislupakki8 að verðmæti 13.000 kr. Silli kokkur
Elva Benediktsdóttir Skrauthöfuðleður Hrímnir
Ragnheiður Asta Gjafakarfa með nammi og iittala Ásbjörn Ólafsson heildverslun
Kristin Asa Hamborgarartilboð Skalli Hraunbæ
Svandís Elísa Sveinsdóttir Ostakarfa MS
Helga BJörg Helgadóttir Ljósmynd Gígja Einars ljósmyndari
Þórey Sigurbjörnsdóttir Ostakarfa MS
Sigurður Elmar Birgisson Undirdýna Hrímnir
Jón Finnur Hansson Hamborgarartilboð Skalli Hraunbæ
Helga í Fákshúsinu Gjafakassi með gæðavörum að verðmæti 5000 kr. Gæðabakstur

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar